Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 08:01 Guðlaugur Victor Pálsson stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu gegn Portúgal og Slóvakíu, og verður væntanlega í lykilhlutverki í haust og í umspilinu í mars ef til þess kemur. Vísir/Hulda Margrét Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er því miður strax komið sjö stigum á eftir Slóvakíu í baráttunni um 2. sæti J-riðils í undankeppni EM, og þar með baráttunni um að fylgja Portúgal upp úr riðlinum. Fjórum umferðum af tíu í undankeppninni er lokið og það þarf hreinlega allt að ganga upp hjá Íslandi í leikjunum sex í haust til að liðið komist upp í 2. sæti. En ef það tekst ekki? Jú, þá fer Ísland næstum því alveg örugglega (ég skil í raun ekki af hverju ég slæ þennan varnagla) í umspilið í lok mars á næsta ári, tæpum þremur mánuðum áður en EM hefst. Tölfræðiveitan Gracenote segir nú 91% líkur á að Íslandi komist ekki beint á EM en fari í umspil. Heimaleikur á Tenerife í mars? Það er nefnilega þannig að UEFA notast við lokastöðu Þjóðadeildar til að raða liðum inn í umspilið. Þið munið eftir Þjóðadeildinni? Þar lenti Ísland í 2. sæti í sínum riðli í B-deild (þar sem vissulega var heppilegt að Rússlandi skyldi sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu), á eftir Ísrael en ofar Albaníu. Í umspilinu er leikið um þrjú síðustu sætin á EM, í þremur aðskildum fjögurra liða umspilum þar sem fram fara undanúrslit og úrslitaleikur. Hærra skráð lið fá heimaleik í undanúrslitum en dregið er um það hvaða lið fá úrslitaleik á heimavelli. Reyndar er erfitt að sjá að Ísland geti spilað á heimavelli í lok mars, vegna vallaraðstæðna, en KSÍ hefur meðal annars horft til Tenerife og Alicante hvað þetta varðar. Inni í umspilinu eins og staðan er í dag Ef einhver er ekki búinn að missa þráðinn núna þá er hér mynd sem sýnir hvernig raðað yrði í umspilið, miðað við núverandi stöðu í undankeppninni. Tuttugu lið (tvö efstu í hverjum riðli) komast sem sagt beint á EM í gegnum undankeppnina, Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi, og þá eru eftir þrjú laus sæti í gegnum þrjú fjögurra liða umspil. Eins og staðan er núna færi Ísland í umspil með Ísrael, Bosníu og Noregi, og þyrfti að spila á útivelli gegn Ísrael í undanúrslitum, sem er ekki ókleifur múr. En þessi tafla hér að ofan er villandi því til að mynda eru Spánn, Króatía, Ítalía og Holland neðarlega í sínum riðlum í undankeppninni vegna þess að þau voru upptekin við að spila í úrslitum Þjóðadeildarinnar núna í júní. Það má alveg reikna með því að þau vinni sig öll upp í haust og fái öruggan farseðil á EM. Í mesta lagi sex efri lið mættu missa af öruggu sæti Ef að færri en fjögur lið úr A-deild komast ekki beint á EM úr undankeppninni þá mun Eistland (sigurvegari D-deildar) fá fyrsta umspilssætið sem losnar og því næst lið úr B-deild eins og þarf. Í sem einföldustu máli má því segja að af þeim 22 liðum sem enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni þyrftu sjö að klúðra því að komast beint á EM í gegnum undankeppnina, til þess að Ísland kæmist ekki í umspilið ef á þyrfti að halda. Finnst einhverjum það líklegt? Ég ákvað að setja upp líklegri lokastöðu fyrir umspilið, sem sjá má hér að neðan, og þar er Wales eina liðið úr A-deild sem fer í A-deildarumspilið. Lið sem unnu sinn riðil í B-deildinni, en komust ekki beint á EM, fara í B-deildarumspilið en lið eins og Ísland og Noregur myndu geta lent í A- eða B-deildarumspilinu, og yrði dregið um það. Tölfræðiveitan Gracenote er sammála mér og segir að miðað við núverandi stöðu sé líklegast að þessi tólf lið fari í umspil, raðað eftir líkum: Bosnía, Georgía, Ísland, Wales, Kasakstan, Eistland, Grikkland, Lúxemborg, Ísrael, Noregur, Úkraína og Slóvenía. Auðvitað er enn möguleiki á að Ísland nái 2. sæti J-riðils og komist beint á EM. En þá þarf liðið að láta góða frammistöðu eins og gegn Portúgal og Slóvakíu breytast í sigra, strax gegn Lúxemborg og Bosníu í september. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er því miður strax komið sjö stigum á eftir Slóvakíu í baráttunni um 2. sæti J-riðils í undankeppni EM, og þar með baráttunni um að fylgja Portúgal upp úr riðlinum. Fjórum umferðum af tíu í undankeppninni er lokið og það þarf hreinlega allt að ganga upp hjá Íslandi í leikjunum sex í haust til að liðið komist upp í 2. sæti. En ef það tekst ekki? Jú, þá fer Ísland næstum því alveg örugglega (ég skil í raun ekki af hverju ég slæ þennan varnagla) í umspilið í lok mars á næsta ári, tæpum þremur mánuðum áður en EM hefst. Tölfræðiveitan Gracenote segir nú 91% líkur á að Íslandi komist ekki beint á EM en fari í umspil. Heimaleikur á Tenerife í mars? Það er nefnilega þannig að UEFA notast við lokastöðu Þjóðadeildar til að raða liðum inn í umspilið. Þið munið eftir Þjóðadeildinni? Þar lenti Ísland í 2. sæti í sínum riðli í B-deild (þar sem vissulega var heppilegt að Rússlandi skyldi sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu), á eftir Ísrael en ofar Albaníu. Í umspilinu er leikið um þrjú síðustu sætin á EM, í þremur aðskildum fjögurra liða umspilum þar sem fram fara undanúrslit og úrslitaleikur. Hærra skráð lið fá heimaleik í undanúrslitum en dregið er um það hvaða lið fá úrslitaleik á heimavelli. Reyndar er erfitt að sjá að Ísland geti spilað á heimavelli í lok mars, vegna vallaraðstæðna, en KSÍ hefur meðal annars horft til Tenerife og Alicante hvað þetta varðar. Inni í umspilinu eins og staðan er í dag Ef einhver er ekki búinn að missa þráðinn núna þá er hér mynd sem sýnir hvernig raðað yrði í umspilið, miðað við núverandi stöðu í undankeppninni. Tuttugu lið (tvö efstu í hverjum riðli) komast sem sagt beint á EM í gegnum undankeppnina, Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi, og þá eru eftir þrjú laus sæti í gegnum þrjú fjögurra liða umspil. Eins og staðan er núna færi Ísland í umspil með Ísrael, Bosníu og Noregi, og þyrfti að spila á útivelli gegn Ísrael í undanúrslitum, sem er ekki ókleifur múr. En þessi tafla hér að ofan er villandi því til að mynda eru Spánn, Króatía, Ítalía og Holland neðarlega í sínum riðlum í undankeppninni vegna þess að þau voru upptekin við að spila í úrslitum Þjóðadeildarinnar núna í júní. Það má alveg reikna með því að þau vinni sig öll upp í haust og fái öruggan farseðil á EM. Í mesta lagi sex efri lið mættu missa af öruggu sæti Ef að færri en fjögur lið úr A-deild komast ekki beint á EM úr undankeppninni þá mun Eistland (sigurvegari D-deildar) fá fyrsta umspilssætið sem losnar og því næst lið úr B-deild eins og þarf. Í sem einföldustu máli má því segja að af þeim 22 liðum sem enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni þyrftu sjö að klúðra því að komast beint á EM í gegnum undankeppnina, til þess að Ísland kæmist ekki í umspilið ef á þyrfti að halda. Finnst einhverjum það líklegt? Ég ákvað að setja upp líklegri lokastöðu fyrir umspilið, sem sjá má hér að neðan, og þar er Wales eina liðið úr A-deild sem fer í A-deildarumspilið. Lið sem unnu sinn riðil í B-deildinni, en komust ekki beint á EM, fara í B-deildarumspilið en lið eins og Ísland og Noregur myndu geta lent í A- eða B-deildarumspilinu, og yrði dregið um það. Tölfræðiveitan Gracenote er sammála mér og segir að miðað við núverandi stöðu sé líklegast að þessi tólf lið fari í umspil, raðað eftir líkum: Bosnía, Georgía, Ísland, Wales, Kasakstan, Eistland, Grikkland, Lúxemborg, Ísrael, Noregur, Úkraína og Slóvenía. Auðvitað er enn möguleiki á að Ísland nái 2. sæti J-riðils og komist beint á EM. En þá þarf liðið að láta góða frammistöðu eins og gegn Portúgal og Slóvakíu breytast í sigra, strax gegn Lúxemborg og Bosníu í september.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira