Vill „tafarlaust viðskiptabann“ á félagsskipti til Sádi-Arabíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 15:00 Gary Neville er einn þeirra sem veltir fyrir sér ósvöruðum spurningum um fjölda félagsskipta til Sádi-Arabíu. James Gill - Danehouse/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, vill að enska úrvalsdeildin komi í veg fyrir að liðin í deildinni selji leikmenn til Sádi-Arabíu þangað til að hægt er að ganga úr skugga um að heilindum deildarinnar sé ekki stofnað í hættu. Mörg af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins hafa verið orðuð við félög í sádiarabísku deildinni. Nú þegar hafa leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N'Golo Kante gengið til liðs við lið þar í landi og á tímabili var Lionel Messi orðaður við deildina. Vissulega eru þetta leikmenn sem eru að nálgast seinni hluta ferilsins, en nú eru menn á besta aldri farnir að birtast í umræðunni um að elta seðilinn til Sádi-Arabíu. Ruben Neves, leikmaður Wolves, Thomas Partey, leikmaður Arsenal, og Chelsea mennirnir Hakim Ziyech, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy þykja líklegir til að yfirgefa ensku úrvalsdeildina á komandi dögum og ganga til liðs við félag í Sádi-Arabíu. Í síðasta mánuði keypti PIF, opinber fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, fjögur stærstu knattspyrnulið landsins: Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal og Al-Nassr. PIF er einnig eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og óvíst er hvort sjóðurinn eigi stóran hlut í Clearlake Capital, eignarfélagi Chelsea. Eftir að hafa nánast gengið berserksgang í undanförnum tveimur félagsskiptagluggum og keypt ógrynni af leikmönnum stendur Chelsea nú í ströngu við að losa leikmenn frá félaginu, marga þeirra til sádiarabískra félaga í eigu PIF. Eðlilega vekur athæfi sem þetta upp ýmsar spurningar og Gary Neville er einn þeirra sem efast um ágæti þess að losa leikmenn í bunkum til moldríkra félaga sem mögulega eiga hlut í þínu eigin eignarfélagi. „Enska úrvalsdeildin ætti að setja tafarlaust viðskiptabann á félagsskipti til Sádi-Arabíu til að tryggja það að ekki sé verið að skaða heilindi leiksins,“ sagði Neville í samtali við BBC Sport. „Það ætti að gera skoðun á því hvort þessi viðskipti séu við hæfi. Ef þau standast þá skoðun ætti svo að sjálfsögðu að opna fyrir félagsskiptin á ný.“ „En á þessari stundu tel ég hins vegar að stöðva ætti félagsskiptin þar til búið er að skoða eignarhaldið hjá Chelsea og hvort félagið sé að hagnast á félagsskiptum á óviðeigandi hátt.“ Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Sjá meira
Mörg af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins hafa verið orðuð við félög í sádiarabísku deildinni. Nú þegar hafa leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N'Golo Kante gengið til liðs við lið þar í landi og á tímabili var Lionel Messi orðaður við deildina. Vissulega eru þetta leikmenn sem eru að nálgast seinni hluta ferilsins, en nú eru menn á besta aldri farnir að birtast í umræðunni um að elta seðilinn til Sádi-Arabíu. Ruben Neves, leikmaður Wolves, Thomas Partey, leikmaður Arsenal, og Chelsea mennirnir Hakim Ziyech, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy þykja líklegir til að yfirgefa ensku úrvalsdeildina á komandi dögum og ganga til liðs við félag í Sádi-Arabíu. Í síðasta mánuði keypti PIF, opinber fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, fjögur stærstu knattspyrnulið landsins: Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal og Al-Nassr. PIF er einnig eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og óvíst er hvort sjóðurinn eigi stóran hlut í Clearlake Capital, eignarfélagi Chelsea. Eftir að hafa nánast gengið berserksgang í undanförnum tveimur félagsskiptagluggum og keypt ógrynni af leikmönnum stendur Chelsea nú í ströngu við að losa leikmenn frá félaginu, marga þeirra til sádiarabískra félaga í eigu PIF. Eðlilega vekur athæfi sem þetta upp ýmsar spurningar og Gary Neville er einn þeirra sem efast um ágæti þess að losa leikmenn í bunkum til moldríkra félaga sem mögulega eiga hlut í þínu eigin eignarfélagi. „Enska úrvalsdeildin ætti að setja tafarlaust viðskiptabann á félagsskipti til Sádi-Arabíu til að tryggja það að ekki sé verið að skaða heilindi leiksins,“ sagði Neville í samtali við BBC Sport. „Það ætti að gera skoðun á því hvort þessi viðskipti séu við hæfi. Ef þau standast þá skoðun ætti svo að sjálfsögðu að opna fyrir félagsskiptin á ný.“ „En á þessari stundu tel ég hins vegar að stöðva ætti félagsskiptin þar til búið er að skoða eignarhaldið hjá Chelsea og hvort félagið sé að hagnast á félagsskiptum á óviðeigandi hátt.“
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Sjá meira