Höfnuðu aftur risaboði sem hefði fært ÍA hundruð milljóna Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 11:31 Hákon Arnar Haraldsson er í miklum metum í Kaupmannahöfn og varð danskur meistari með FCK á dögunum. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er svo sannarlega eftirsóttur en dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn hafa nú hafnað öðru tilboði í hann, upp á yfir tvo milljarða íslenska króna. Þetta segir danski miðillinn Ekstra Bladet sem hefur eftir heimildum að FCK hafi hafnað tilboði frá stórliði Lille, sem varð franskur meistari fyrir tveimur árum. Ekstra Bladet segir að forráðamenn Lille og FCK hafi rætt um kaupverð upp á 15 milljónir evra, eða meira en 2,2 milljarða króna, en að FCK vilji meira. Engar viðræður séu í gangi sem stendur en að engum dyrum hafi verið lokað. Hákon, sem er aðeins tvítugur, var seldur frá ÍA til FCK fyrir fjórum árum og þá var samið um að ÍA fengi góðan hlut af næstu sölu Hákons. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það um 20%, og miðað við það hefði það skilað ÍA á bilinu 400-500 milljónum króna ef FCK hefði samþykkt tilboð Lille. Enn eru tveir mánuðir til stefnu í félagaskiptaglugga sumarsins og ljóst að FCK ætlar að vanda sig vel til að fá sem hæsta upphæð fyrir Hákon. Ekstra Bladet segir að forráðamenn félagsins horfi til þess þegar Victor Kristiansen var seldur til Leicester en fyrir hann hafi fengist 150 milljónir danskra króna, eða um 3 milljarðar íslenskra króna. Í janúar greindi Ekstra Bladet frá því að FCK hefði hafnað tilboði frá Red Bull Salzburg í Hákon, og hljómaði það upp á 100 danskar milljónir að meðtöldum bónusgreiðslum,eða rétt tæplega tvo milljarða. Hákon lék 43 leiki og skoraði fimm mörk fyrir FCK á leiktíðinni sem var að ljúka og varð tvöfaldur meistari með liðinu, og danskur meistari annað árið í röð. Skagamaðurinn var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Slóvakíu og Portúgal, og kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Alls hefur Hákon leikið ellefu A-landsleiki. Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Þetta segir danski miðillinn Ekstra Bladet sem hefur eftir heimildum að FCK hafi hafnað tilboði frá stórliði Lille, sem varð franskur meistari fyrir tveimur árum. Ekstra Bladet segir að forráðamenn Lille og FCK hafi rætt um kaupverð upp á 15 milljónir evra, eða meira en 2,2 milljarða króna, en að FCK vilji meira. Engar viðræður séu í gangi sem stendur en að engum dyrum hafi verið lokað. Hákon, sem er aðeins tvítugur, var seldur frá ÍA til FCK fyrir fjórum árum og þá var samið um að ÍA fengi góðan hlut af næstu sölu Hákons. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það um 20%, og miðað við það hefði það skilað ÍA á bilinu 400-500 milljónum króna ef FCK hefði samþykkt tilboð Lille. Enn eru tveir mánuðir til stefnu í félagaskiptaglugga sumarsins og ljóst að FCK ætlar að vanda sig vel til að fá sem hæsta upphæð fyrir Hákon. Ekstra Bladet segir að forráðamenn félagsins horfi til þess þegar Victor Kristiansen var seldur til Leicester en fyrir hann hafi fengist 150 milljónir danskra króna, eða um 3 milljarðar íslenskra króna. Í janúar greindi Ekstra Bladet frá því að FCK hefði hafnað tilboði frá Red Bull Salzburg í Hákon, og hljómaði það upp á 100 danskar milljónir að meðtöldum bónusgreiðslum,eða rétt tæplega tvo milljarða. Hákon lék 43 leiki og skoraði fimm mörk fyrir FCK á leiktíðinni sem var að ljúka og varð tvöfaldur meistari með liðinu, og danskur meistari annað árið í röð. Skagamaðurinn var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Slóvakíu og Portúgal, og kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Alls hefur Hákon leikið ellefu A-landsleiki.
Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira