Gylfi gæti orðið liðsfélagi Guðlaugs Victors | Liðið lætur rannsaka bakgrunn Gylfa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 15:01 Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið til Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn undanfarnar vikur og mánuði. Nú fullyrða einhverjir að Gylfi sé í viðræðum við DC United í bandarísku MLS-deildinni. Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjá meira
Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjá meira