Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2023 13:23 Jóhann Páll er gáttaður á Bjarna, hvernig hann kjósi að leggja útlendingamálin upp með að þar ríki algert stjórnleysi. „Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34
Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19