Cloé Eyja orðin leikmaður Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 10:15 Cloé Lacasse lék við afar góðan orðstír með ÍBV og bjó hér á landi svo lengi að hún fékk íslenskan ríkisborgararétt. Nú er hún orðin leikmaður enska stórliðsins Arsenal. Samsett/Vísir/Arsenal.com Cloé Eyja Lacasse, kanadíska landsliðskonan sem er með íslenskan ríkisborgararétt, var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal. Cloé, sem er 29 ára, skoraði 73 mörk í 113 leikjum fyrir ÍBV þegar hún lék hér á landi á árunum 2015-2019. Hún öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt en fékk ekki heimild hjá FIFA til að spila fyrir íslenska landsliðið þar sem að hún bjó ekki samfleytt í fimm ár hér á landi, áður en hún flutti til Portúgals sumarið 2019 til að spila fyrir Benfica. Ferill Cloé hefur hins vegar náð enn meira flugi í Portúgal þar sem hún hefur skorað 100 mörk í 129 leikjum fyrir Benfica, í öllum keppnum, og nú er hún orðin leikmaður Arsenal auk þess að vera komin inn í kanadíska landsliðið og á leið á HM í Eyjaálfu í júlí. „Ferillinn minn hefur í raun bara verið á uppleið, sérstaklega síðustu tvö ár. Ég tel mig tilbúna bæði líkamlega og andlega til að leggja mitt af mörkum hérna og vinna titla,“ segir Cloé á heimasíðu Arsenal og kveðst sérstaklega spennt fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu. Næst á dagskrá hjá henni er hins vegar heimsmeistaramótið með kanadíska landsliðinu: „Það er frekar nýtt fyrir mér að spila fyrir landsliðið mitt svo það hefur verið súrrealísk upplifun og það hefur heimsins mestu þýðingu fyrir mig að vera að fara á HM fyrir Kanada, sem er auðvitað staðurinn þar sem ég ólst upp og þar sem fjölskyldan mín er. Ég hef í raun ekki enn náð að melta þetta en það gerist þegar ég mæti þangað, og ég er ofurspennt og tilbúin að hitta stelpurnar þarna og vonandi fara heim með heimsmeistarabikarinn,“ segir Cloé. Enski boltinn Fótbolti ÍBV Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Cloé, sem er 29 ára, skoraði 73 mörk í 113 leikjum fyrir ÍBV þegar hún lék hér á landi á árunum 2015-2019. Hún öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt en fékk ekki heimild hjá FIFA til að spila fyrir íslenska landsliðið þar sem að hún bjó ekki samfleytt í fimm ár hér á landi, áður en hún flutti til Portúgals sumarið 2019 til að spila fyrir Benfica. Ferill Cloé hefur hins vegar náð enn meira flugi í Portúgal þar sem hún hefur skorað 100 mörk í 129 leikjum fyrir Benfica, í öllum keppnum, og nú er hún orðin leikmaður Arsenal auk þess að vera komin inn í kanadíska landsliðið og á leið á HM í Eyjaálfu í júlí. „Ferillinn minn hefur í raun bara verið á uppleið, sérstaklega síðustu tvö ár. Ég tel mig tilbúna bæði líkamlega og andlega til að leggja mitt af mörkum hérna og vinna titla,“ segir Cloé á heimasíðu Arsenal og kveðst sérstaklega spennt fyrir því að spila í Meistaradeild Evrópu. Næst á dagskrá hjá henni er hins vegar heimsmeistaramótið með kanadíska landsliðinu: „Það er frekar nýtt fyrir mér að spila fyrir landsliðið mitt svo það hefur verið súrrealísk upplifun og það hefur heimsins mestu þýðingu fyrir mig að vera að fara á HM fyrir Kanada, sem er auðvitað staðurinn þar sem ég ólst upp og þar sem fjölskyldan mín er. Ég hef í raun ekki enn náð að melta þetta en það gerist þegar ég mæti þangað, og ég er ofurspennt og tilbúin að hitta stelpurnar þarna og vonandi fara heim með heimsmeistarabikarinn,“ segir Cloé.
Enski boltinn Fótbolti ÍBV Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira