Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 14:06 Salwan Momika, írakskur maður búsettur í Svíþjóð, kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í miðborg Stokkhólms í gær. Vísir/EPA Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi. Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Sænska utanríkisráðuneytið hefur ekki tjáð sig um árásina á sendiráðið en sænskir fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi brotið sér leið inn í það og kveikt í sænskum fána. Myndband frá arabískri útgáfu Sky News sýnir fólk klifra utan á byggingu sem hýsir sendiráðið. # .. # _ # # _ pic.twitter.com/Tox3ikyw6F— (@skynewsarabia) June 29, 2023 Tilefni mótmælanna var enn ein Kóranbrennan í miðborg Stokkhólms í gær. Ólíkt fyrri skiptum þar sem þekktur hægriöfgamaður var að verki var það írakskur maður búsettur í Svíþjóð sem fékk leyfi fyrir mótmælum og kveikti í Kóran fyrir utan mosku í miðborginni. Sænska lögreglan segist nú rannsaka hvort hvatt hafi verið til haturs á mótmælunum. Viðbrögð ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta voru skjót og hörð. Tyrknesk stjórnvöld, sem stöðvuðu NATO-umsókn Svía meðal annars vegna Kóranbrenna, sögðu brennuna nú „fyrirlitlega“. Ólíðandi væri að slíkt hatur á íslam ætti sér stað undir yfirskini tjáningarfrelsis. Írönsk, íröksk, sádiarabísk og egypsk stjórnvöld hafa sömuleiðis fordæmt brennuna harðlega og Marokkó og Jórdaníu hafa kallað sendiherra sína heim frá Stokkhólmi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Kóranbrennurnar séu löglegar en óviðeigandi.
Svíþjóð Tyrkland Trúmál Írak Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56