Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu. Stöð 2 Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“ Ísrael Palestína Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“
Ísrael Palestína Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira