„Vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:50 Arnór Atlason vonar innilega að íslenska U-21 árs landsliðið vinni til verðlauna á HM í handbolta. getty/Christof Koepsel Arnór Atlason hefur hrifist af frammistöðu íslenska landsliðsins á HM U-21 árs í handbolta karla og telur möguleikana í leiknum um bronsið í dag góða. Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“ Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Arnór stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Portúgal, 30-25, í leiknum um 5. sætið á HM í dag. Núna klukkan 13:30 er svo komið að bronsleiknum á HM þar sem Ísland og Serbía eigast við. Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu í gær þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Ungverjum, 37-30. „Ég er búinn að sjá alla leiki Íslands og það er frábært að fylgjast með þeim og þeir hafi komist svona langt eftir að hafa átt í smá vandræðum í fyrstu tveimur leikjunum og aðeins í milliriðlinum,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. „Þeir unnu réttu leikina og gerðu það mjög vel. Í gær var við ofurefli að etja gegn Ungverjunum sem er eðlilegt. Mér finnst þeir sterkari en Íslendingar. En ég er nokkuð viss um að okkar menn munu leggja sig alla í þetta og held við séum með betra lið en Serbar. Þeir sýndu það þegar þeir spiluðu á móti þeim í riðlinum og ég hef fulla trú á að þeir nái í brons,“ sagði Arnór en Ísland vann Serbíu, 29-32, í lokaumferð riðlakeppninnar á HM. Enn að fagna titlinum tuttugu árum seinna Arnór þekkir það vel að vinna til verðlauna á stórmótum yngri landsliða. Hann var í lykilhlutverki í íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. „Við unnum og það eru tuttugu ár síðan. Það eru nýbúnir að vera endurfundir til að fagna því. Við lifum enn á því að hafa unnið fyrir þetta og það var frábær upplifun. Við erum enn að fagna því. Ég vona innilega að þeir vinni medalíu þótt þeir nái ekki að jafna árangur okkar,“ sagði Arnór léttur. Tuttugu ár eru síðan Ísland varð Evrópumeistari U-18 ára landsliða.úrklippa úr dv 18. ágúst 2003 Arnór hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs Íslands og gæti því þjálfað leikmenn sem eru í U-21 árs liðinu á næstu árum. Hann sér framtíðarlandsliðsmenn í U-21 árs liðinu en veit að leiðin á toppinn er löng og ströng. „Jájá, en það er langur vegur í að komast í A-landsliðið. En tilgangur unglingaliðanna er að gera leikmennina klára til að komast í A-landsliðið. Eins og við erum búnir að tala við dönsku strákana okkar eiga vonandi allir eftir að spila A-landsleik. Það er ólíklegt en óskandi,“ sagði Arnór. „En miðað við hvað þeir eru búnir að gera hérna, bæði sem einstaklingar og lið, sé klárlega einhverja eiga eftir að fá sénsinn á næstu árum án þess að ég lofi einhverju.“
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira