Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 16:01 Sjúkraflutningamenn bera særðan Palestínumann í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum í dag. AP/Nasser Nasser Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna