Tvöfaldir heimsmeistarar á tveimur dögum: „Ég er hálf orðlaus“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. júlí 2023 18:36 Íslenskir danshópar hafa unnið til tveggja gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Braga í Portúgal þessa stundina. Aðsend Íslenskir dansarar frá DansKompaní í Reykjanesbæ unnu tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í dansi í dag. Skólastjóri DansKompaní segir að dugnaður og liðsheild sé galdurinn á bakvið þennan magnaða árangur. „Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“ Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“
Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp