Sjaldgæfur sumarstormur veldur usla í Hollandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júlí 2023 09:22 Slys hafa orðið á fólki vegna fallandi trjáa í storminum. EPA-EFE/REMKO DE WAAL Sjaldgæfur sumarstormur hefur gert usla í Hollandi í dag og haft víðtæk áhrif á samgöngur í landinu sem og flugferðir til og frá Hollandi. Hollenska veðurstofan hefur gefið frá sér rauða viðvörun vegna stormsins sem fer nú yfir höfuðborgina Amsterdam og Noord-Holland svæðið. Íbúar hafa verið beðnir um að halda sig heima á meðan stormurinn gengur yfir og fengið neyðarviðvaranir í gegnum farsíma. Í umfjöllun Reuters kemur fram að stormurinn, sem heitir Poly, sé einn sá mesti sem sést hefur yfir sumarmánuðina í landinu. Hann er auk þess sá mesti sem farið hefur yfir landið síðan í janúar árið 2018. Tré féllu víða til jarðar í rokinu og lentu á bílum.Vísir/Árni Fárviðri ganga venjulega yfir landið á milli október og apríl en síðast reið stormur yfir landið að sumartíma árið 2015. Var sá sá fyrsti að sumri til í heila öld. Veðurstofa landsins býst við að hann muni ganga niður nú síðdegis. Tveir hafa slasast í Amsterdam þar sem tré féllu á bíla þeirra. Þá hefur fleiri en 300 flugferðum verið aflýst á alþjóðaflugvellinum Schiphol auk þess sem lestarferðum í norðurhluta landsins hefur verið aflýst. Fleiri en 300 flugferðum hefur verið aflýst í morgun í Hollandi. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Veðrið hefur valdið töluverðum skemmdum á eignum fólks.Vísir/Árni Tré hafa rifnað upp með rótum í hamagangnum.Vísir/Árni Holland Veður Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Hollenska veðurstofan hefur gefið frá sér rauða viðvörun vegna stormsins sem fer nú yfir höfuðborgina Amsterdam og Noord-Holland svæðið. Íbúar hafa verið beðnir um að halda sig heima á meðan stormurinn gengur yfir og fengið neyðarviðvaranir í gegnum farsíma. Í umfjöllun Reuters kemur fram að stormurinn, sem heitir Poly, sé einn sá mesti sem sést hefur yfir sumarmánuðina í landinu. Hann er auk þess sá mesti sem farið hefur yfir landið síðan í janúar árið 2018. Tré féllu víða til jarðar í rokinu og lentu á bílum.Vísir/Árni Fárviðri ganga venjulega yfir landið á milli október og apríl en síðast reið stormur yfir landið að sumartíma árið 2015. Var sá sá fyrsti að sumri til í heila öld. Veðurstofa landsins býst við að hann muni ganga niður nú síðdegis. Tveir hafa slasast í Amsterdam þar sem tré féllu á bíla þeirra. Þá hefur fleiri en 300 flugferðum verið aflýst á alþjóðaflugvellinum Schiphol auk þess sem lestarferðum í norðurhluta landsins hefur verið aflýst. Fleiri en 300 flugferðum hefur verið aflýst í morgun í Hollandi. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Veðrið hefur valdið töluverðum skemmdum á eignum fólks.Vísir/Árni Tré hafa rifnað upp með rótum í hamagangnum.Vísir/Árni
Holland Veður Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira