„Kjánalegt“ ef evrópska liðið hunsar kylfinga sem völdu LIV-mótaröðina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júlí 2023 22:31 Graeme McDowell vonast til að sjá LIV-kylfinga í evrópska liðinu í Ryder-bikarnum. Octavio Passos/Getty Images Graeme McDowell, fyrrverandi varafyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum, segir að Evrópumótaröðin, DP World Tour, muni líta kjánalega út ef þeir kylfingar sem skiptu yfir á sádiarabísku LIV-mótaröðina komi ekki til greina í liðið fyrir Ryder-bikarinn í september. Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“ Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ryder-bikarinn, sem haldinn er annað hvert ár, er líklega vinsælasta golfmót í heimi þar sem bestu kylfingar Evrópu berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna. Spánverjinn Sergio Garcia og Englendingarnir Lee Westwood og Ian Poulter, þrír af betri kylfingum Evrópu, mega þó ekki taka þátt á mótinu eftir að hafa sagt sig frá Evrópumótaröðinni í maí í kjölfar þess að hafa verið sektaðir og settir í bann fyrir að hafa skipt yfir á LIV-mótaröðina. McDowell segir þó að það væri furðuleg ákvörðun að leyfa þeim ekki að taka þátt, sérstaklega í ljósi þess að bandarískir LIV-kylfingar verða mættir til leiks. „Það að hunsa LIV-kylfinga út frá pólitík þegar Bandaríkin verða með sína LIV-kyflinga meikar ekki sens,“ sagði McDowell. „Það lætur Evrópumótaröðina líta kjánalega út.“ Graeme McDowell urges DP World Tour to grant European LIV golfers access to the Ryder Cup 😒https://t.co/K2q3AGbUXF pic.twitter.com/uxG5HS74fZ— Mirror Sport (@MirrorSport) July 5, 2023 Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. skipti á Marco Simone vellinum í nágrenni við Róm um mánaðarmótin september-október. McDowell tók sjálfur þátt í mótinu fjórum sinnum með evrópska liðinu þar sem hann og félagar hans fögnuðu sigri í þrígang. Þá var hann varafyrirliði evrópska liðsins í tvígang. „Ég vona að ef einhver af þeim Evrópumönnum sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina sína þannig frammistöðu í sumar að hann eigi skilið sæti í liðinu þá muni landslagið breytast og þeir fái að vera með.“ „Ég held að Sergio Garcia sé núna sá sem er næst því og ég held að evrópska liðið sé betra með hann í liðinu.“ „Maður les um að hann og Rory McIlroy séu búnir að grafa stríðsöxina og ég er ótrúlega glaður að sjá að þeir séu komnir yfir eitthvað sem á ekki að hafa komið upp á milli þeirra.“
Golf Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira