„Tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2023 23:31 Selma Sól Magnúsdóttir er spennt fyrir komandi verkefni. Vísir/Stöð 2 Sport Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins, er spennt fyrir komandi verkefni með landsliðinu þar sem íslensku stelpurnar taka á móti Finnum annað kvöld og heimsækja svo Austurríki næstkomandi þriðjudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er mjg gaman að fá nokkra vináttuleiki fyrir komandi verkefni í vetur og bara spennandi að fá að spila leik og þá sérstaklega hérna heima,“ sagði Selma Sól í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún vonast að sjálfsögðu eftir því að sjá sem flesta á vellinum. „Auðvitað. Við vonumst alltaf til að fá sem flesta á völlinn.“ Íslenska liðið mætir til leiks á morgun án þeirra Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur og ábyrgðin á miðsvæðinu mun því líklega færast að einhverju leyti yfir á Selmu. Sara Björk hætti í landsliðinu á dögunum og Dagnú verður fjarri góðu gamni annað kvöld. „Maður bara tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur. Það er bara mjög spennandi.“ Þá segir Selma að það sé alltaf ánægjulegt að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum. „Það er alltaf mjög gaman að vera með landsliðinu og þá sérstaklega eftir að maður er farin út og koma þá og tala íslensku og vera með stelpunum. Það er alltaf mjög gaman.“ Selma var einnig spurð út í tíma sinn hjá Rosenborg þar sem hún leikur nú, en liðið situr í öðru sæti norsku deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir Vålerenga og á leik til góða. „Við erum í ágætri stöðu. Við komum okkur í fína stöðu fyrir pásuna núna og þetta er smá í okkar höndum núna þannig við verðum bara að klára okkar til að sigla titlinum heim.“ „Þetta er í okkar höndum. Það er ekki búið að ganga eins og við hefðum viljað í byrjun tímabils en við höfum náð að vinna okkur inn og erum að gera betur og betur þannig að við verðum bara að halda því áfram.“ Klippa: Selma Sól fyrir leik Íslands og Finnlands Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er mjg gaman að fá nokkra vináttuleiki fyrir komandi verkefni í vetur og bara spennandi að fá að spila leik og þá sérstaklega hérna heima,“ sagði Selma Sól í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún vonast að sjálfsögðu eftir því að sjá sem flesta á vellinum. „Auðvitað. Við vonumst alltaf til að fá sem flesta á völlinn.“ Íslenska liðið mætir til leiks á morgun án þeirra Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur og ábyrgðin á miðsvæðinu mun því líklega færast að einhverju leyti yfir á Selmu. Sara Björk hætti í landsliðinu á dögunum og Dagnú verður fjarri góðu gamni annað kvöld. „Maður bara tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur. Það er bara mjög spennandi.“ Þá segir Selma að það sé alltaf ánægjulegt að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum. „Það er alltaf mjög gaman að vera með landsliðinu og þá sérstaklega eftir að maður er farin út og koma þá og tala íslensku og vera með stelpunum. Það er alltaf mjög gaman.“ Selma var einnig spurð út í tíma sinn hjá Rosenborg þar sem hún leikur nú, en liðið situr í öðru sæti norsku deildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir Vålerenga og á leik til góða. „Við erum í ágætri stöðu. Við komum okkur í fína stöðu fyrir pásuna núna og þetta er smá í okkar höndum núna þannig við verðum bara að klára okkar til að sigla titlinum heim.“ „Þetta er í okkar höndum. Það er ekki búið að ganga eins og við hefðum viljað í byrjun tímabils en við höfum náð að vinna okkur inn og erum að gera betur og betur þannig að við verðum bara að halda því áfram.“ Klippa: Selma Sól fyrir leik Íslands og Finnlands
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira