Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 11:31 Sif Atladóttir með dóttur sína mjög unga eftir leik á Evrópumóti. Getty/Maja Hitij Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. Breiðablik hefur fengið hrós fyrir framkvæmd mótsins um helgina sem er það stærsta fyrir unga fótboltakrakka hér á landi. Það hefur aftur á móti borið á því að sumir foreldrar hafi farið yfir strikið í framkomu sinni á hliðarlínunni. Bítinu á Bylgjunni fannst nauðsynlegt að taka þessa umræðu um hegðun foreldra og ræddi við Sif Atladóttur í morgun en hún átti einmitt stelpu sem var að keppa. Tók á móti barninu sínu grátandi Sif Atladóttir skrifaði stuttan pistil inn á fésbókina eftir mótið þar sem hún vildi minna foreldra á að þetta sé leikur barnanna. „Að taka á móti barninu sínu grátandi eftir að fullorðið fólk kallar eftir að barninu eigi að vera vísað út úr leik í 7. flokki er ekki allt í lagi. Þetta er mót barnanna og sama hvernig fer á morgun þá snýst þetta um að hafa gaman og læra að keppa við kollega sína frá öðrum liðum,“ skrifaði Sif Atladóttir. Umsjónarfólk Bítisins á Bylgjunni spurði Sif út í þessi skrif hennar og fékk að vita hvað gerðist þarna. „Það meiðist einn leikmaður í hinu liðinu en okkar stelpur halda áfram. Svo spila þær boltanum til baka og mín kona var í marki. Á svona mótum eru engar línur eða svoleiðis og hún tekur boltann upp eins og hún er vön að gera heima,“ sagði Sif Atladóttir. Skildi ekki hvað var að gerast „Eins og hún segir mér þá fer fólk að kalla eftir hendi. Þegar markvörður tekur boltann upp með hendi þá er það bara útvísun. Eins og hún segir þá voru þau ekki beint að kalla á hana heldur að kalla til dómarans um að þetta ætti að vera hendi og það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Hún vissi alveg að það væri verið að tala um sig og hún skildi ekki alveg hvað var að gerast. Hún fór í smá keng,“ sagði Sif. Sif var ekki eina foreldrið sem var að skrifa um þetta því það kom einnig færsla frá Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta. „Ég verð að segja eins og þið sögðuð í byrjun að megnið af foreldrum og þjálfurum á þessu móti stóðu sig alveg stórkostlega. Þau gerðu þessa helgi alveg dásamlega fyrir okkur sem vorum að fylgjast með og börnin,“ sagði Sif. Eiga fá að skora mörk og gera mistök „Kappið ber suma ofurliði á sumum stöðum og það gleymist stundum þegar við erum að tala um börn, sérstaklega svona ung börn, þá skiptir í rauninni engu máli hvernig leikurinn fer. Hvort maður tapi einhverjum leik eða spili um einhverja medalíu eða bikar? Þetta snýst aðallega um að kenna þeim að keppa á móti kollegum. Fá að skora mörk og gera mistök,“ sagði Sif. Þakklát sínum foreldrum „Við þurfum að læra af þessu. Það vantar líka meiri foreldrafræðslu um hvað þýðir að vera með börn í íþróttum. Ég á íþróttaforeldra sjálf og ég mjög þakklát fyrir það hvernig þau studdu okkur í gegnum íþróttirnar,“ sagði Sif. „Maður fékk alltaf að heyra að það væri gaman að horfa á mann spila. Þegar ég lenti í mínu mótlæti þá voru þau alltaf til staðar til að hjálpa mér út úr tilfinningunum. Það var alltaf verið að kenna manni og hjálpa manni út úr þessum þungu tilfinningum sem geta komið þegar maður gerir mistök eða tapar leik,“ sagði Sif. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Breiðablik hefur fengið hrós fyrir framkvæmd mótsins um helgina sem er það stærsta fyrir unga fótboltakrakka hér á landi. Það hefur aftur á móti borið á því að sumir foreldrar hafi farið yfir strikið í framkomu sinni á hliðarlínunni. Bítinu á Bylgjunni fannst nauðsynlegt að taka þessa umræðu um hegðun foreldra og ræddi við Sif Atladóttur í morgun en hún átti einmitt stelpu sem var að keppa. Tók á móti barninu sínu grátandi Sif Atladóttir skrifaði stuttan pistil inn á fésbókina eftir mótið þar sem hún vildi minna foreldra á að þetta sé leikur barnanna. „Að taka á móti barninu sínu grátandi eftir að fullorðið fólk kallar eftir að barninu eigi að vera vísað út úr leik í 7. flokki er ekki allt í lagi. Þetta er mót barnanna og sama hvernig fer á morgun þá snýst þetta um að hafa gaman og læra að keppa við kollega sína frá öðrum liðum,“ skrifaði Sif Atladóttir. Umsjónarfólk Bítisins á Bylgjunni spurði Sif út í þessi skrif hennar og fékk að vita hvað gerðist þarna. „Það meiðist einn leikmaður í hinu liðinu en okkar stelpur halda áfram. Svo spila þær boltanum til baka og mín kona var í marki. Á svona mótum eru engar línur eða svoleiðis og hún tekur boltann upp eins og hún er vön að gera heima,“ sagði Sif Atladóttir. Skildi ekki hvað var að gerast „Eins og hún segir mér þá fer fólk að kalla eftir hendi. Þegar markvörður tekur boltann upp með hendi þá er það bara útvísun. Eins og hún segir þá voru þau ekki beint að kalla á hana heldur að kalla til dómarans um að þetta ætti að vera hendi og það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Hún vissi alveg að það væri verið að tala um sig og hún skildi ekki alveg hvað var að gerast. Hún fór í smá keng,“ sagði Sif. Sif var ekki eina foreldrið sem var að skrifa um þetta því það kom einnig færsla frá Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta. „Ég verð að segja eins og þið sögðuð í byrjun að megnið af foreldrum og þjálfurum á þessu móti stóðu sig alveg stórkostlega. Þau gerðu þessa helgi alveg dásamlega fyrir okkur sem vorum að fylgjast með og börnin,“ sagði Sif. Eiga fá að skora mörk og gera mistök „Kappið ber suma ofurliði á sumum stöðum og það gleymist stundum þegar við erum að tala um börn, sérstaklega svona ung börn, þá skiptir í rauninni engu máli hvernig leikurinn fer. Hvort maður tapi einhverjum leik eða spili um einhverja medalíu eða bikar? Þetta snýst aðallega um að kenna þeim að keppa á móti kollegum. Fá að skora mörk og gera mistök,“ sagði Sif. Þakklát sínum foreldrum „Við þurfum að læra af þessu. Það vantar líka meiri foreldrafræðslu um hvað þýðir að vera með börn í íþróttum. Ég á íþróttaforeldra sjálf og ég mjög þakklát fyrir það hvernig þau studdu okkur í gegnum íþróttirnar,“ sagði Sif. „Maður fékk alltaf að heyra að það væri gaman að horfa á mann spila. Þegar ég lenti í mínu mótlæti þá voru þau alltaf til staðar til að hjálpa mér út úr tilfinningunum. Það var alltaf verið að kenna manni og hjálpa manni út úr þessum þungu tilfinningum sem geta komið þegar maður gerir mistök eða tapar leik,“ sagði Sif. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira