„Þykir gríðarlega miður að upplifun einstaka foreldra hafi verið neikvæð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 19:45 Jóhann Þór Jónsson, mótsstjóri Símamótsins. Vísir/Arnar Mótastjóri Símamótsins harmar slæma upplifun iðkenda og foreldra á mótinu um helgina en afreksfólk í íþróttum hefur greint frá slíku á samfélagsmiðlum. Hann segir mótið heilt yfir hafa farið afar vel fram. Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan. Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vakti athygli á slæmri upplifun dóttur sinnar af Símamótinu um helgina og sama má segja um Sif Atladóttur, leikmann Selfoss í Bestu deild kvenna. Upplifun sem í báðum tilfellum hafi verið vegna hegðunar foreldra. Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks og formaður mótsnefndar Símamótsins, segir mótið heilt yfir hafa verið afar vel heppnað en því miður komi upp einstaka atvik á risastóru móti. „Ég lít ekki á þetta sem neinar ásakanir. Ég vil fyrst og fremst segja að Símamótið heppnaðist gríðarlega vel. Hér voru spilaðir 1.600 leikir og okkur þykir gríðarlega miður að upplifun einstakra foreldra hafi verið neikvæð,“ „Símamótið lagði upp með það að leggja áherslu á virðingu foreldra og aðstandenda fyrir leikmönnunum. Símamótið er vettvengur ungu stelpnanna okkar og það tókst. Það fór ekkert bleikt spjald á loft. En í 1.600 leikjum gerist ýmislegt og það finnst okkur gríðarlega miður að einhverjir leikir hafi farið þannig og upplifun einhverra foreldra hafi verið þannig að markmið mótsins hafi ekki náðst,“ segir Jóhann Þór. Mótsstjórn skikki leikmenn ekki í bann Jóhann vildi ekki tjá sig um einstaka mál eða stöðuuppfærslur þeirra sem nefnd eru að ofan. Hann segir þó skýrt að mótsstjórn banni leikmönnum ekki að spila. „Mótsstjórn setur ekki leikmenn í bann. Mótsstjórn treystir frábærum þjálfurum þessara liða til að vinna með sínum krökkum, og foreldrum til að stíga inn ef þarf. Það er alveg af og frá að mótsstjórn geri eitthvað slíkt,“ segir Jóhann Þór sem segir mótið í heild hafa gengið afar vel. „1.600 leikir og tíu þúsund manns. Það er viðbúið að eitthvað komi upp. En upplifun allra sem ég hef talað við hefur verið mjög jákvæð og við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu frumkvæði um bleika spjaldi. Ég vona svo sannarlega að sú umræða skili sér frá sjöunda flokki og alla leið upp í efstu deild. Því mér virðist ekki veita af,“ segir Jóhann Þór. Viðtal við Jóhann má sjá í spilaranum að ofan.
Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Kópavogur Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira