Hrákar „til háborinnar skammar“: Mun beita sér fyrir hertum viðurlögum Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2023 08:00 Hannes S. Jónsson er í stjórn FIBA Europe og mun beita sér fyrir breytingum. Þjálfarar U20 ára landsliðs Svartfjallalands hræktu í andlit aðstoðarþjálfara Íslands eftir leik liðanna á HM U20 um helgina. Framkvæmdastjóra KKÍ þykir miður að fastar hafi ekki verið tekið á hegðun þjálfaranna sem smáni íþróttina. Upp úr sauð eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Þjálfarateymi Svartfjallalands missti stjórn og hræktu aðilar úr því á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands, og það oftar en einu sinni. „Þetta er algjörlega galið hvernig Svartfellingar og aðallega þjálfarateymið höguðu sér. Algjörlega óíþróttamannslegt og Svartfellingum og þjálfurunum til háborinnar skammar,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, um málið. Mikil óvirðing Körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín í málinu. Þjálfarar Svartfellinga sluppu alfarið við bann og hlaut körfuknattleikssamband landsins aðeins fjársekt. Þá var gerð tilraun til að fjarlægja upptöku leiksins af YouTube-rás mótsins og um tíma var aðeins hægt að finna hana með krókaleiðum. „Númer eitt er þetta óvirðing við þjálfarann okkar, það er verið að sína landinu og liðinu okkar mikla óvirðingu og bara körfuknattleiksíþróttinni óvirðingu. Það er í raun galið að þetta séu einungis fjársektir. Maður hefði viljað sjá einhverskonar leikbönn á þá Svartfellinga í þessu móti sem að var að fara fram. Því miður er þetta of algengt á vegum FIBA að beita aðeins fjársektum í stað annars. Númer eitt, tvö og þrjú á svona lagað ekki að sjást og ég hélt maður myndi ekki upplifa svona frá faglegu fólki í íþróttinni,“ segir Hannes. Mun ræða málið við framkvæmdaráð og stjórn sambandsins Hannes er í stjórn FIBA Europe og var spurður hvort hann hyggðist beita sér fyrir breyttum starfsháttum hvað refsingar fyrir slíka hegðun varðar. „Ég mun náttúrulega ekki beita mér í þessu máli per se [máli Íslands og Svartfjallalands], það væri mjög ófaglegt og þá færum við gegn lýðræði og gagnsæi [FIBA]. Það væri mjög ófaglegt. En ég mun taka mál upp á næsta framkvæmdaráðsfundi og stjórnarfundi í kjölfarið hjá okkur innan [FIBA]. Hvernig við getum breytt þessu yfirhöfuð,“ „Ef svonalagað kemur upp í framtíðinni myndi maður vilja sjá harðari refsingu bæði gagnvart þjálfurunum og viðkomandi landi. Ég mun taka þetta upp áfram, og algjörlega óháð Íslandi, finnst mér þetta ekki eiga heima í íþróttinni okkar,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
Upp úr sauð eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Þjálfarateymi Svartfjallalands missti stjórn og hræktu aðilar úr því á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands, og það oftar en einu sinni. „Þetta er algjörlega galið hvernig Svartfellingar og aðallega þjálfarateymið höguðu sér. Algjörlega óíþróttamannslegt og Svartfellingum og þjálfurunum til háborinnar skammar,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, um málið. Mikil óvirðing Körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín í málinu. Þjálfarar Svartfellinga sluppu alfarið við bann og hlaut körfuknattleikssamband landsins aðeins fjársekt. Þá var gerð tilraun til að fjarlægja upptöku leiksins af YouTube-rás mótsins og um tíma var aðeins hægt að finna hana með krókaleiðum. „Númer eitt er þetta óvirðing við þjálfarann okkar, það er verið að sína landinu og liðinu okkar mikla óvirðingu og bara körfuknattleiksíþróttinni óvirðingu. Það er í raun galið að þetta séu einungis fjársektir. Maður hefði viljað sjá einhverskonar leikbönn á þá Svartfellinga í þessu móti sem að var að fara fram. Því miður er þetta of algengt á vegum FIBA að beita aðeins fjársektum í stað annars. Númer eitt, tvö og þrjú á svona lagað ekki að sjást og ég hélt maður myndi ekki upplifa svona frá faglegu fólki í íþróttinni,“ segir Hannes. Mun ræða málið við framkvæmdaráð og stjórn sambandsins Hannes er í stjórn FIBA Europe og var spurður hvort hann hyggðist beita sér fyrir breyttum starfsháttum hvað refsingar fyrir slíka hegðun varðar. „Ég mun náttúrulega ekki beita mér í þessu máli per se [máli Íslands og Svartfjallalands], það væri mjög ófaglegt og þá færum við gegn lýðræði og gagnsæi [FIBA]. Það væri mjög ófaglegt. En ég mun taka mál upp á næsta framkvæmdaráðsfundi og stjórnarfundi í kjölfarið hjá okkur innan [FIBA]. Hvernig við getum breytt þessu yfirhöfuð,“ „Ef svonalagað kemur upp í framtíðinni myndi maður vilja sjá harðari refsingu bæði gagnvart þjálfurunum og viðkomandi landi. Ég mun taka þetta upp áfram, og algjörlega óháð Íslandi, finnst mér þetta ekki eiga heima í íþróttinni okkar,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira