46 gráður á Ítalíu og varað við versnandi hitabylgju á norðurhveli jarðar Eiður Þór Árnason skrifar 18. júlí 2023 12:48 Þyrlur eru nýttar til að reyna að hafa hemil á umfangsmiklum skógareldum sem nú loga í Sviss. Ap/Jean-Christophe Bott Skæð hitabylgja herjar áfram á fólk víða um heim og virðist lítið lát vera á hitanum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að hitabylgjan færist í aukana á norðurhveli jarðar í þessari viku með hærri næturhita og meiri hættu á hjartaáföllum og dauðsföllum. Gert er ráð fyrir að 46 stiga hiti mælist á ítölsku eyjunni Sardiníu síðar í dag og er varað við því að íbúar í vissum hlutum Ítalíu þurfi að þola ákafan hita í tíu daga til viðbótar. Íbúar Spánar hafa glímt við samfelldar hitabylgjur að undanförnu og náði hiti 44 gráðum í suðurhluta landsins í gær. Á sama tíma hafa gróðureldar logað á spænsku eyjunni La Palma og á meginlandi Grikklands. Ferðamenn keppast við að kæla sig niður í Róm, höfuðborg Ítalíu.Ap/Gregorio Borgia Hvert hitametið á fætur öðru „Hitastig í Norður-Ameríku, Asíu, Norður-Afríku og við Miðjarðarhafið nær yfir 40 gráður í fleiri daga í þessari viku á sama tíma og hitabylgjan færist í aukana,“ segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni sem vísað er til í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins. Stofnunin segir öfgafull veðurmynstur undirstrika mikilvægi þess að þjóðir heims grípi til aukinna aðgerða til að bregðast við loftslagskrísunni. Meðallandhiti á heimsvísu hefur nú slegið fyrra hitamet fimmtán daga í röð. Það met féll í júlí í fyrra og því skammt stórra högga á milli. Rannsókn bendir til þess að 61 þúsund einstaklingar hafi látist í Evrópu á síðasta ári í tengslum við hitabylgju sem sló víða hitamet. Þá hafi 166 þúsund einstaklingar látist vegna hita í álfunni á árunum 1998 til 2017. Code Yikes!!!The planet is now at 15 consecutive days of record global surface temperatures, likely the hottest 15 days in the last 100,000+ years.Also, today's global temperature of 17.114°C once again breached the Paris agreement, at 1.51°C over the 1850-1900 baseline. pic.twitter.com/SwhP3HPKuR— Prof. Eliot Jacobson (@EliotJacobson) July 18, 2023 Í Bandaríkjunum mældist hiti aftur 49 gráður á miðnætti í Dauðadalnum í Kaliforníu. Yfir hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda í suðurhluta Sviss sem kviknuðu við þorp í kantónunni Valais í gær og breiddist hratt út í nótt. Fyrr í dag var greint frá því að eldur logaði á hundrað hektara svæði. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hitti í gær Perry Hollyer, eiganda gistiheimilis í Vermont-ríki, sem er eyðilagt eftir að það flæddi í bænum Hardwick.Ap/Charles Krupa Snjóaði í Suður-Afríku Yfirvöld ríkja í Norður-Afríku hvetja fólk til að gera ráðstafanir til að verjast hitanum, á borð við að drekka mikinn vökva og forðast sólina. Hitastig náði 48 gráðum í Alsír og Marokkó í síðustu viku og hefur þar sjaldan mælst hærri. Yfirvöld í Alsír segja útlit fyrir að stingandi hiti muni halda áfram gera fólki lífið leitt í þessari viku. Meira hefur verið um veðuröfgar á heimsvísu að undanförnu líkt og vísindamenn hafa lengi spáð í tengslum við loftslagsbreytingar og ekki einungis orðið vart við hitabylgjur. Í suðurhluta Afríku er nú kaldara veðurfar en alla jafna og í síðustu viku féll snjór í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í fyrsta skipti í yfir tíu ár. Þá hefur víða borið á miklum flóðum, þar á meðal í Bandaríkjunum og Asíu. Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. 17. júlí 2023 22:30 „Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. 17. júlí 2023 14:11 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 46 stiga hiti mælist á ítölsku eyjunni Sardiníu síðar í dag og er varað við því að íbúar í vissum hlutum Ítalíu þurfi að þola ákafan hita í tíu daga til viðbótar. Íbúar Spánar hafa glímt við samfelldar hitabylgjur að undanförnu og náði hiti 44 gráðum í suðurhluta landsins í gær. Á sama tíma hafa gróðureldar logað á spænsku eyjunni La Palma og á meginlandi Grikklands. Ferðamenn keppast við að kæla sig niður í Róm, höfuðborg Ítalíu.Ap/Gregorio Borgia Hvert hitametið á fætur öðru „Hitastig í Norður-Ameríku, Asíu, Norður-Afríku og við Miðjarðarhafið nær yfir 40 gráður í fleiri daga í þessari viku á sama tíma og hitabylgjan færist í aukana,“ segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni sem vísað er til í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins. Stofnunin segir öfgafull veðurmynstur undirstrika mikilvægi þess að þjóðir heims grípi til aukinna aðgerða til að bregðast við loftslagskrísunni. Meðallandhiti á heimsvísu hefur nú slegið fyrra hitamet fimmtán daga í röð. Það met féll í júlí í fyrra og því skammt stórra högga á milli. Rannsókn bendir til þess að 61 þúsund einstaklingar hafi látist í Evrópu á síðasta ári í tengslum við hitabylgju sem sló víða hitamet. Þá hafi 166 þúsund einstaklingar látist vegna hita í álfunni á árunum 1998 til 2017. Code Yikes!!!The planet is now at 15 consecutive days of record global surface temperatures, likely the hottest 15 days in the last 100,000+ years.Also, today's global temperature of 17.114°C once again breached the Paris agreement, at 1.51°C over the 1850-1900 baseline. pic.twitter.com/SwhP3HPKuR— Prof. Eliot Jacobson (@EliotJacobson) July 18, 2023 Í Bandaríkjunum mældist hiti aftur 49 gráður á miðnætti í Dauðadalnum í Kaliforníu. Yfir hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda í suðurhluta Sviss sem kviknuðu við þorp í kantónunni Valais í gær og breiddist hratt út í nótt. Fyrr í dag var greint frá því að eldur logaði á hundrað hektara svæði. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hitti í gær Perry Hollyer, eiganda gistiheimilis í Vermont-ríki, sem er eyðilagt eftir að það flæddi í bænum Hardwick.Ap/Charles Krupa Snjóaði í Suður-Afríku Yfirvöld ríkja í Norður-Afríku hvetja fólk til að gera ráðstafanir til að verjast hitanum, á borð við að drekka mikinn vökva og forðast sólina. Hitastig náði 48 gráðum í Alsír og Marokkó í síðustu viku og hefur þar sjaldan mælst hærri. Yfirvöld í Alsír segja útlit fyrir að stingandi hiti muni halda áfram gera fólki lífið leitt í þessari viku. Meira hefur verið um veðuröfgar á heimsvísu að undanförnu líkt og vísindamenn hafa lengi spáð í tengslum við loftslagsbreytingar og ekki einungis orðið vart við hitabylgjur. Í suðurhluta Afríku er nú kaldara veðurfar en alla jafna og í síðustu viku féll snjór í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í fyrsta skipti í yfir tíu ár. Þá hefur víða borið á miklum flóðum, þar á meðal í Bandaríkjunum og Asíu.
Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. 17. júlí 2023 22:30 „Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. 17. júlí 2023 14:11 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. 17. júlí 2023 22:30
„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. 17. júlí 2023 14:11
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48