Metfjöldi sá Matildurnar byrja á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2023 12:02 Sigurmarki dagsins fagnað. Robert Cianflone/Getty Images Ástralía lagði Írland með einu marki gegn engu í fyrsta leik liðanna á HM kvenna í knattspyrnu. Aldrei hafa fleiri komið saman til að horfa á kvennaknattspyrnu í Ástralíu. Ástralía - eða Matildurnar eins og liðið er kallað - mætti til leiks á HM án sinnar helstu stjörnu. Hin magnaða Sam Kerr, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, er fjarri góðu gamni og missir af fyrstu tveimur leikjum Ástralíu á mótinu. Það kom þó ekki að sök þegar kom að mætingu á leik dagsins. Australia announce Sam Kerr is unavailable for their first two World Cup games after she picked up a calf injury pic.twitter.com/soJp8liiM1— B/R Football (@brfootball) July 20, 2023 Hvað leik dagsins varðar þá var Ástralía mun meira með boltann framan af en írska liðið varðist fimlega. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimakonur vítaspyrnur þegar Hayley Raso, leikmaður Manchester City, var rifin niður í teignum. Stephanie Catley, leikmaður Arsenal, steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 1-0 og brekkan brött fyrir Írana það sem eftir lifði leiks. Ástralía sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á annars góðri vörn Írlands. Það verður seint sagt að Írland hafi verið líklegt til að jafna metin en undir lok leiks fengu gestirnir aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Hún fór rétt yfir eftir að fara í varnarvegg heimaliðsins. Hornspyrnan sem fylgdi í kjölfarið flaug inn að marki og þurfti Mackenzie Arnold, markvörður Ástralíu og West Ham United, að blaka boltanum í horn. Ekkert kom þó upp úr því og lauk leiknum með 1-0 sigri Ástralíu á ANZ-vellinum í Sidney. Mætingin var til fyrirmyndar en alls mættu 75.784 manns á leikinn. , . A record home crowd for a women's football match in Australia! #BeyondGreatness | #FIFAWWC pic.twitter.com/7O9lJIddc3— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 20, 2023 Ástralía fer með sigrinum á topp B-riðils en Írland á botninn. Kanada og Nígería eru einnig í B-riðli en þau mætast klukkan 02.30 á morgun. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Ástralía - eða Matildurnar eins og liðið er kallað - mætti til leiks á HM án sinnar helstu stjörnu. Hin magnaða Sam Kerr, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, er fjarri góðu gamni og missir af fyrstu tveimur leikjum Ástralíu á mótinu. Það kom þó ekki að sök þegar kom að mætingu á leik dagsins. Australia announce Sam Kerr is unavailable for their first two World Cup games after she picked up a calf injury pic.twitter.com/soJp8liiM1— B/R Football (@brfootball) July 20, 2023 Hvað leik dagsins varðar þá var Ástralía mun meira með boltann framan af en írska liðið varðist fimlega. Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimakonur vítaspyrnur þegar Hayley Raso, leikmaður Manchester City, var rifin niður í teignum. Stephanie Catley, leikmaður Arsenal, steig á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi. Staðan orðin 1-0 og brekkan brött fyrir Írana það sem eftir lifði leiks. Ástralía sótti án afláts en tókst ekki að finna glufur á annars góðri vörn Írlands. Það verður seint sagt að Írland hafi verið líklegt til að jafna metin en undir lok leiks fengu gestirnir aukaspyrnu á ákjósanlegum stað. Hún fór rétt yfir eftir að fara í varnarvegg heimaliðsins. Hornspyrnan sem fylgdi í kjölfarið flaug inn að marki og þurfti Mackenzie Arnold, markvörður Ástralíu og West Ham United, að blaka boltanum í horn. Ekkert kom þó upp úr því og lauk leiknum með 1-0 sigri Ástralíu á ANZ-vellinum í Sidney. Mætingin var til fyrirmyndar en alls mættu 75.784 manns á leikinn. , . A record home crowd for a women's football match in Australia! #BeyondGreatness | #FIFAWWC pic.twitter.com/7O9lJIddc3— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 20, 2023 Ástralía fer með sigrinum á topp B-riðils en Írland á botninn. Kanada og Nígería eru einnig í B-riðli en þau mætast klukkan 02.30 á morgun.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Stjörnukonan tók þátt í sögulegum sigri í opnunarleik HM Nýja Sjáland byrjaði heimsmeistaramótið á heimavelli frábærlega eða með því að vinna 1-0 sigur á Noregi í opnunarleik HM kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands í sögu HM kvenna. 20. júlí 2023 08:59