Liverpool að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 14:00 Jordan Henderson og Fabinho hafa lagt línurnar á miðju Liverpool undanfarin ár en eru núna á förum. Getty/Will Palmer Liverpool mætir með mjög breytt lið til leiks á komandi tímabili og þá einkum á einum stað á vellinum. Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili. Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
Liverpool þurfti vissulega að bæta við sig öflugum miðjumönnum eftir vonbrigðin í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og það þótti næsta víst að það væri nokkrir öflugir á leiðinni. Fáir bjuggust þó við því að liðið myndi missa svo marga miðjumenn eins og raunin hefur orðið. Miðjumennirnir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru allir farnir frá félaginu en saman léku þeir 607 leiki fyrir Liverpool. Saudi Arabia interest changes Liverpool transfer landscape https://t.co/cV0jv0R5v8— TheFanSource (@FanSourceNews) July 21, 2023 Þar fór mikil reynsla af miðjunni en síðustu daga hafa borist fréttir af tveimur miðjumönnum í viðbót sem eru á förum. Breska ríkisútvarpið fór yfir stöðuna á miðju Liverpool liðsins eins og sjá má hér. Liverpool er þannig væntanlega að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí-Arabíu. Henderson er fyrirliði liðsins og hefur lyft öllum mögulegum bikurum í boði en hann á að baki 491 leik fyrir Liverpool. Fabinho lék 219 leiki fyrir Liverpool. Fari þeir líka, eins og fátt kemur í veg fyrir, þá er Liverpool búið að missa 1318 leikja reynslu af miðju liðsins. Liverpool er búið að kaupa miðjumennina Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai í sumar en það er ljóst að eftir að allir þessi reynslumiklu menn eru á förum að það þarf að kaupa fleiri miðjumenn í sumar. Jürgen Klopp getur ekki bara treyst á unga og efnilega leikmenn í Liverpool sem eru reyndar nokkrir. Curtis Jones og Harvey Elliott urðu Evrópumeistarar með 21 árs liði Englendinga á dögunum og Stefan Bajcetic stimplaði sig inn á miðjuna á síðasta tímabili. Thiago Alcantara er enn leikmaður Liverpool en hann er mikið meiddur og virðist ekki hafa náð sér enn af meiðslum síðasta tímabils. Það má ekki gleyma Trent Alexander-Arnold en þessar breytingar gætu aukið líkur á því að hann spili meira inn á miðjunni í stað þess að spila sem hægri bakvörður. Alexander-Arnold hefur meðal annars fengið tækifæri á miðjunni í enska landsliðinu. Hinn nítján ára gamli Romeo Lavia hjá Southampton þykir góður kostur og annar ungur leikmaður sem Liverpool hefur áhuga á er Moises Caicedo hjá Brighton en hann er líklegast að fara til Chelsea. Við höfum því örugglega ekki heyrt síðustu fréttirnar af nýjum miðjumanni á leið til Liverpool. Hver eða hverjir það verða verður bara koma í ljós. Liverpool liðið mætir að minnsta kosti með gerbreytta miðju á komandi tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira