Afmælisbarnið kom í veg fyrir stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 09:27 Daniela Solera átti stórleik í marki Kosta Ríka og kom í veg fyrir mun stærra tap. AP/John Cowpland Spænska kvennalandsliðið þykir líklegt til afreka á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta og þær byrjuðu mótið afar sannfærandi. Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Spánn vann 3-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að hafa verið líka 3-0 yfir í hálfleik. Það stefndi í mjög ljótar tölur um miðjan fyrri hálfleikinn en spænska liðið sýndi miskunn og lét sér nægja að skora þrisvar sinnum. Úrslitin voru bara 3-0 en skottölfræðin var 45-1 fyrir Spán. Lið Kosta Ríku mátti sín samt lítils gegn einu besta liði heims í dag. Þetta var sjöundi sigur spænska liðsins í röð og markatalan í leikjunum er 31-2. Spænska liðið sendi með þessu sterk skilaboð til hinna liðanna í riðlinum sem eru Sambía og Japan en þau mætast í sínum fyrsta leik á morgun. Afmælisbarnið í marki Kosta Ríka, Daniela Solera, sem hélt upp á 26 ára afmælið sitt kom i veg fyrir mun stærra tap með frábærri markvörslu en hún varði níu skot frá spænsku stelpunum. Hún hafði svo miðið að gera að hún fékk krampa þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Spænska liðið hafði algjöra yfirburði en öll mörkin komu á bara sex og hálfrar mínútu kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyrsta markið var sjálfsmark Valeria Del Campo á 21. mínútu en það kom eftir undirbúning frá Esther González og Aitana Bonmatí. Bonmatí skoraði annað markið með laglegu skoti á 23. mínútu og Esther svo það þriðja af stuttu færi á 27. mínútu. Í raun átti munurinn að verða minnsta kosti fjögur mörk en Jenni Hermoso, elsti leikmaður Spánar í sögu HM, lét Daniela Solera verja frá sér vítaspyrnu á 34. mínútu. Yfirburðirnir héldu áfram, spænska liðið var 84 prósent með boltann í fyrri hálfleik og átti 25 skot gegn aðeins einu. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama nema að sóknir spænska liðsins báru ekki árangur. Þær hefði grátið slíka færanýtingu á öðrum degi en úrslitin voru löngu ráðin og því kom þetta ekki að sök.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira