Myndir þú henda gulli í ruslið? Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson skrifar 21. júlí 2023 13:00 Þessari spurningu svara líklega allir á sama veg. Nei, þú myndir ekki henda gulli í ruslið. Þrátt fyrir það henda Íslendingar einu til tveimur kílóum af spilliefnum og raftækjum í blandaðan heimilisúrgang á hverju ári – úrgangi sem er ríkur af verðmætum hráefnum, meðal annars gulli, kopar og silfri. Óafvitandi erum við nú þegar að henda gulli í ruslið. Öll raftæki eiga það sameiginlegt að innihalda verðmæt efni sem eru af skornum skammti. Þessi efni eru þýðingarmikil fyrir nýja tækni, innleiðingu hringrásarhagkerfis og framleiðslu á nýjum raftækjum. Án þessara efna væru engir snjallsímar, engar vindmyllur og engir rafbílar. Vegna þess að raftæki innihalda verðmæt hráefni er sérstaklega mikilvægt að þau rati í réttan endurvinnslufarveg þegar líftíma þeirra lýkur. Raftæki eiga aldrei að fara í blandað sorp og raftæki sem safna ryki ofan í skúffum ættu líklega betur heima í endurvinnslu. Það er auðvelt að koma raftækjum í endurvinnslu. Endurvinnslustöðvar taka á móti raftækjum en sömuleiðis taka stærri raftækjaverslanir á móti litlum raftækjum eftir að líftíma þeirra lýkur. Raftæki eru víða í kringum okkur, bæði auðþekkjanleg tæki eins og ísskápur, þvottavél og sjónvarp en einnig tæki sem við hugsum ekki endilega um sem raftæki en eru það samt, eins og vasareiknir, hleðslusnúrur og skór sem blikka. Líttu í kringum þig og teldu raftækin sem þú sérð. Án þess að hafa vitað af því átt þú líklega bæði gull og önnur verðmæt efni sem hluta af raftækjunum þínum. Einn daginn mun líftíma þeirra ljúka og þá verður hægt að endurvinna verðmætu efnin úr tækinu. Kannski verður silfrið hluti af þínum framtíðarsnjallsíma. Kannski verður gullið í því notað í trúlofunarhring einhvers sem þú þekkir. Með því að endurvinna gömul raftæki býrðu þeim til nýja framtíð. Er tækið mitt raftæki? Hér eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að um raftæki sé að ræða:- hægt er að stinga tækinu í samband- tækið er með rafmagnsvíra- tækið blikkar eða framleiðir ljós- tækið er með hátalara- tækið er með hitastillingu- tækið notar fjarlægjanlegar eða ófjarlægjanlegar rafhlöður Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorpa Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þessari spurningu svara líklega allir á sama veg. Nei, þú myndir ekki henda gulli í ruslið. Þrátt fyrir það henda Íslendingar einu til tveimur kílóum af spilliefnum og raftækjum í blandaðan heimilisúrgang á hverju ári – úrgangi sem er ríkur af verðmætum hráefnum, meðal annars gulli, kopar og silfri. Óafvitandi erum við nú þegar að henda gulli í ruslið. Öll raftæki eiga það sameiginlegt að innihalda verðmæt efni sem eru af skornum skammti. Þessi efni eru þýðingarmikil fyrir nýja tækni, innleiðingu hringrásarhagkerfis og framleiðslu á nýjum raftækjum. Án þessara efna væru engir snjallsímar, engar vindmyllur og engir rafbílar. Vegna þess að raftæki innihalda verðmæt hráefni er sérstaklega mikilvægt að þau rati í réttan endurvinnslufarveg þegar líftíma þeirra lýkur. Raftæki eiga aldrei að fara í blandað sorp og raftæki sem safna ryki ofan í skúffum ættu líklega betur heima í endurvinnslu. Það er auðvelt að koma raftækjum í endurvinnslu. Endurvinnslustöðvar taka á móti raftækjum en sömuleiðis taka stærri raftækjaverslanir á móti litlum raftækjum eftir að líftíma þeirra lýkur. Raftæki eru víða í kringum okkur, bæði auðþekkjanleg tæki eins og ísskápur, þvottavél og sjónvarp en einnig tæki sem við hugsum ekki endilega um sem raftæki en eru það samt, eins og vasareiknir, hleðslusnúrur og skór sem blikka. Líttu í kringum þig og teldu raftækin sem þú sérð. Án þess að hafa vitað af því átt þú líklega bæði gull og önnur verðmæt efni sem hluta af raftækjunum þínum. Einn daginn mun líftíma þeirra ljúka og þá verður hægt að endurvinna verðmætu efnin úr tækinu. Kannski verður silfrið hluti af þínum framtíðarsnjallsíma. Kannski verður gullið í því notað í trúlofunarhring einhvers sem þú þekkir. Með því að endurvinna gömul raftæki býrðu þeim til nýja framtíð. Er tækið mitt raftæki? Hér eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að um raftæki sé að ræða:- hægt er að stinga tækinu í samband- tækið er með rafmagnsvíra- tækið blikkar eða framleiðir ljós- tækið er með hátalara- tækið er með hitastillingu- tækið notar fjarlægjanlegar eða ófjarlægjanlegar rafhlöður Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar