Er „þannig séð sáttur“ í Hollandi en dreymir um England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 18:15 Willum Þór í leik Íslands og Slóvakíu. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson mætti nýverið í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir stöðu mála en Willum Þór er samningsbundinn Go Ahead Eagles í Hollandi. Það er þó áhugi frá öðrum liðum en hár verðmiði Eagles hefur gert það að verkum að enn hefur ekkert tilboð borist. Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira