Liverpool mætir til leiks með nýtt leikkerfi: Verður Trent á miðjunni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 07:01 Trent Alexander-Arnold gæti spilað á miðjunni í vetur. Harry Langer/Getty Images Þó oftast nær sé lítið sem ekkert að marka vináttuleiki þá vakti uppstilling Liverpool-liðsins í leiknum gegn þýska B-deildarliðinu Karlsruher athygli. Það virðist sem Jurgen Klopp ætli að breyta til í vetur. Síðan Klopp tók við Liverpool hefur liðið nær eingöngu spilað hefðbundið 4-3-3 með sóknarsinnaða bakverði, þriggja manna miðju, sóknarmenn á vængjunum og framherja sem dregur sig niður til að tengja spil. Nú virðist ætla að verða breyting á. Eftir skelfilega byrjun á síðustu leiktíð fór Klopp aðeins að fikta í leikkerfi sínu og breyta því í von um betri úrslit. Ef marka má fyrsta vináttuleik tímabilsins ætlar Klopp að halda sig við þá hugmyndafræði. Þrír – Kassi – Þrír Liverpool mætir með mikið breytt lið til leiks þar sem miðja liðsins hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar. Naby Keïta er farinn til Werder Bremen, James Milner er farinn til Brighton & Hove Albion. Jordan Henderson er líklega á leið til Sádi-Arabíu og sömu sögu er að segja af Fabinho. Hvort það hafi áhrif á ákvörðun Klopp er óvitað en í leiknum gegn Karlsruher má segja að liðið hafi spilað 3-4-3 með „kassa“ miðju þegar það sótti. Varnarlega varðist Liverpool í 4-3-3 leikkerfi en þegar liðið sótti fór Conor Bradley, hægri bakvörður, inn á miðjuna þar sem Trent Alexander-Arnold, sem hefur nær eingöngu spilað hægri bakvörð á sínum ferli, var. Að sama skapi dró vinstri bakvörður liðsins sig inn og myndaði þriggja manna varnarlínu. Fyrir framan Trent og Bradley voru svo tveir sóknarþenkjandi miðjumenn. Reikna má með að Dominik Szoboszlai verði þar ásamt Alexis Mac Allister en báðir gengu í raðir Liverpool í sumar. Hvort þetta verði til þess að Liverpool ógni toppliðum deildarinnar verður að koma í ljós en liðið má ekki við því að missa af efstu fjórum sætunum annað tímabilið í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Síðan Klopp tók við Liverpool hefur liðið nær eingöngu spilað hefðbundið 4-3-3 með sóknarsinnaða bakverði, þriggja manna miðju, sóknarmenn á vængjunum og framherja sem dregur sig niður til að tengja spil. Nú virðist ætla að verða breyting á. Eftir skelfilega byrjun á síðustu leiktíð fór Klopp aðeins að fikta í leikkerfi sínu og breyta því í von um betri úrslit. Ef marka má fyrsta vináttuleik tímabilsins ætlar Klopp að halda sig við þá hugmyndafræði. Þrír – Kassi – Þrír Liverpool mætir með mikið breytt lið til leiks þar sem miðja liðsins hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar. Naby Keïta er farinn til Werder Bremen, James Milner er farinn til Brighton & Hove Albion. Jordan Henderson er líklega á leið til Sádi-Arabíu og sömu sögu er að segja af Fabinho. Hvort það hafi áhrif á ákvörðun Klopp er óvitað en í leiknum gegn Karlsruher má segja að liðið hafi spilað 3-4-3 með „kassa“ miðju þegar það sótti. Varnarlega varðist Liverpool í 4-3-3 leikkerfi en þegar liðið sótti fór Conor Bradley, hægri bakvörður, inn á miðjuna þar sem Trent Alexander-Arnold, sem hefur nær eingöngu spilað hægri bakvörð á sínum ferli, var. Að sama skapi dró vinstri bakvörður liðsins sig inn og myndaði þriggja manna varnarlínu. Fyrir framan Trent og Bradley voru svo tveir sóknarþenkjandi miðjumenn. Reikna má með að Dominik Szoboszlai verði þar ásamt Alexis Mac Allister en báðir gengu í raðir Liverpool í sumar. Hvort þetta verði til þess að Liverpool ógni toppliðum deildarinnar verður að koma í ljós en liðið má ekki við því að missa af efstu fjórum sætunum annað tímabilið í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira