Bjarni ósammála ákvörðun Svandísar um strandveiðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2023 14:00 Bjarni kennir starfsfólki matvælaráðuneytisins um styttingu strandveiðitímabilsins en hvetur ráðherra til að breyta ákvörðuninni. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Bjarni Jónsson segist vera ósammála flokkssystur sinni, matvælaráðherranum Svandísi Svavarsdóttur, varðandi strandveiðar. Hann gagnrýnir ráðuneytið fyrir styttingu tímabilsins og hvetur það til þess að auka við strandveiðikvótann. Segir Bjarni að hægt sé að gera það strax í ár. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem Bjarni og Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, ræddu um málið. „Með því að fara vel yfir þetta í upphafi sumars þá er hægt að sjá heimildir hér og þar sem hægt er að nýta sem annars féllu niður á fiskveiðiárinu og bæta þeim við strandveiðipottinn. Það gerði núverandi ráðherra með myndarbrag síðastliðið sumar og forveri hennar á árinu undan. Ég er ekki á sama stað og matvælaráðuneytið núna, að það hefði ekki verið hægt að gera slíkt hið sama þetta fiskveiðiárið,“ sagði Bjarni. Aumlegt og lúalegt viðtal Bæði Bjarni og Kjartan sögðu það aumlegt og lúalegt af Þorsteini Sigurðssyni,forstjóra Hafrannsóknarstofnunar að segja í viðtali við RÚV að kvótakerfið væri í uppnámi ef nokkur hundruð tonnum yrði bætt við strandveiðarnar. Ekki múkk hefði heyrst frá sömu stofnun varðandi stórútgerðina. Kjartan var mjög ómyrkur í máli í garð stórútgerðarinnar og SFS hvað varðar umræðuna um skiptingu aflans. Strandveiðimenn hefðu einungis 0,88 prósent kvótans. „Ef það væri ekki fyrir SFS og stórútgerðina þá væri þetta lagað með einu pennastriki. Við verðum að athuga hvers vegna þeir hata okkur svona gjörsamlega eins og pestina. Samningurinn við þjóðina út frá þeirra sjónarhorni er að íslenskur sjávarútvegur sé arðbær en fá þá að vera svolitlir bastarðar á móti. Það er díllinn. Ef það þarf að leggja nokkur sjávarpláss í rúst og skrapa nokkur kóralrif þá er það í lagi,“ sagði Kjartan. ATH: Fréttin hefur verið uppfærð Vinstri græn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem Bjarni og Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, ræddu um málið. „Með því að fara vel yfir þetta í upphafi sumars þá er hægt að sjá heimildir hér og þar sem hægt er að nýta sem annars féllu niður á fiskveiðiárinu og bæta þeim við strandveiðipottinn. Það gerði núverandi ráðherra með myndarbrag síðastliðið sumar og forveri hennar á árinu undan. Ég er ekki á sama stað og matvælaráðuneytið núna, að það hefði ekki verið hægt að gera slíkt hið sama þetta fiskveiðiárið,“ sagði Bjarni. Aumlegt og lúalegt viðtal Bæði Bjarni og Kjartan sögðu það aumlegt og lúalegt af Þorsteini Sigurðssyni,forstjóra Hafrannsóknarstofnunar að segja í viðtali við RÚV að kvótakerfið væri í uppnámi ef nokkur hundruð tonnum yrði bætt við strandveiðarnar. Ekki múkk hefði heyrst frá sömu stofnun varðandi stórútgerðina. Kjartan var mjög ómyrkur í máli í garð stórútgerðarinnar og SFS hvað varðar umræðuna um skiptingu aflans. Strandveiðimenn hefðu einungis 0,88 prósent kvótans. „Ef það væri ekki fyrir SFS og stórútgerðina þá væri þetta lagað með einu pennastriki. Við verðum að athuga hvers vegna þeir hata okkur svona gjörsamlega eins og pestina. Samningurinn við þjóðina út frá þeirra sjónarhorni er að íslenskur sjávarútvegur sé arðbær en fá þá að vera svolitlir bastarðar á móti. Það er díllinn. Ef það þarf að leggja nokkur sjávarpláss í rúst og skrapa nokkur kóralrif þá er það í lagi,“ sagði Kjartan. ATH: Fréttin hefur verið uppfærð
Vinstri græn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39
Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15