PSG samþykkir tilboð Al Hilal í Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 11:01 Gæti Mbappé farið til Sádi-Arabíu eftir allt saman? EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Samningsmál franska framherjan Kylian Mbappé eru áfram í brennidepli. Hann vill vera áfram hjá París Saint-Germain og fara frítt næsta sumar en félagið vill selja hann í sumar. Al Hilal frá Sádi-Arabíu hefur nú boðið 300 milljónir evra í leikmanninn (44 milljarðar íslenskra króna). Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. Hinn 24 ára gamli Mbappé hefur verið mikill fréttamatur í sumar enda rennur samningur hans út sumarið 2024 og talið er næsta öruggt að hann muni þá ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Forráðamenn PSG hafa hins vegar lýst því yfir að leikmaðurinn muni ekki fara frítt og skrifi annað hvort undir nýjan samning eða verði seldur í sumar. Það virðist þó sem Mbappé sé tilbúinn að ögra forráðamönnum félagsins og jafnvel sitja á bekknum allt næsta tímabil til að komast til Real sumarið 2024. Á laugardaginn barst hins vegar formlegt tilboð í Mbappé frá Al Hilal sem er hluti af hinum nýríku liðum í Sádi-Arabíu. Tilboðið barst í formlegu bréfi sem sent var frá Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Tilboðið hljóðar upp á 300 milljónir evra (259 milljónir punda, 44 milljarða íslenskra króna). Myndi það gera Mbappé að dýrasta leikmanni sögunnar. BREAKING: Al Hilal have made world record £259m offer for Kylian Mbappé pic.twitter.com/32LThSFoJi— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Á Sky Sports kemur fram að Al Hilal hafi ekki enn sett sig í samband við leikmanninn sjálfan. Hvort hann sé tilbúinn að fara til Sádi Arabíu, til styttri eða lengri tíma, er óvíst en tilboðið er engu að síður formlegt og PSG væri án efa til í 300 milljónir evra fyrir leikmann sem gæti farið frítt á næstu leiktíð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. BREAKING: PSG have accepted Al Hilal's £259m offer for Kylian Mbappe pic.twitter.com/i78jAwS1QP— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Samkvæmt James Benge hjá CBS Sports er samningurinn aðeins til eins árs og myndi Mbappé fá 700 milljónir evra (tæplega 103 milljarða íslenskra króna) í eigin vasa. Al Hilal offering 300m transfer fee to PSG. In addition to this they are prepared to offer Mbappe a salary package of 700m over one year, after which he would be free to depart for Real Madrid should he so wish.— James Benge (@jamesbenge) July 24, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Mbappé hefur verið mikill fréttamatur í sumar enda rennur samningur hans út sumarið 2024 og talið er næsta öruggt að hann muni þá ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Forráðamenn PSG hafa hins vegar lýst því yfir að leikmaðurinn muni ekki fara frítt og skrifi annað hvort undir nýjan samning eða verði seldur í sumar. Það virðist þó sem Mbappé sé tilbúinn að ögra forráðamönnum félagsins og jafnvel sitja á bekknum allt næsta tímabil til að komast til Real sumarið 2024. Á laugardaginn barst hins vegar formlegt tilboð í Mbappé frá Al Hilal sem er hluti af hinum nýríku liðum í Sádi-Arabíu. Tilboðið barst í formlegu bréfi sem sent var frá Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Tilboðið hljóðar upp á 300 milljónir evra (259 milljónir punda, 44 milljarða íslenskra króna). Myndi það gera Mbappé að dýrasta leikmanni sögunnar. BREAKING: Al Hilal have made world record £259m offer for Kylian Mbappé pic.twitter.com/32LThSFoJi— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Á Sky Sports kemur fram að Al Hilal hafi ekki enn sett sig í samband við leikmanninn sjálfan. Hvort hann sé tilbúinn að fara til Sádi Arabíu, til styttri eða lengri tíma, er óvíst en tilboðið er engu að síður formlegt og PSG væri án efa til í 300 milljónir evra fyrir leikmann sem gæti farið frítt á næstu leiktíð. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið. BREAKING: PSG have accepted Al Hilal's £259m offer for Kylian Mbappe pic.twitter.com/i78jAwS1QP— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023 Samkvæmt James Benge hjá CBS Sports er samningurinn aðeins til eins árs og myndi Mbappé fá 700 milljónir evra (tæplega 103 milljarða íslenskra króna) í eigin vasa. Al Hilal offering 300m transfer fee to PSG. In addition to this they are prepared to offer Mbappe a salary package of 700m over one year, after which he would be free to depart for Real Madrid should he so wish.— James Benge (@jamesbenge) July 24, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Mbappé ætlar ekki framlengja samning sinn við PSG Kylian Mbappé mun ekki að spila áfram með Paris Saint-Germain þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Það bendir því allt til þess að hann verði seldur í sumar. 7. júlí 2023 13:36