Birnir Snær eftirsóttur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 17:30 Birnir Snær í leik með Víking á þessari leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings í Bestu deild karla, verður samningslaus síðar í ár og er gríðarlega eftirsóttur. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var greint frá því ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks hafi sett sig í samband við Birni Snæ um að færa sig úr Fossvoginum og yfir í Kópavog. Þá segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, í viðtali við Fótbolti.net að annað hvert lið á Íslandi hafi sett sig í samband við félagið með þá von um að ganga frá samning við Birni Snæ. Reglur hér á landi kveða á um að félög megi semja við leikmann þegar hann á sex mánuði eftir af samningi en þau þurfi hins vegar að hafa samband við núverandi vinnuveitanda. „Það er ekkert launungarmál að hann er að renna út á samningi. Annað hvert lið er búið að lýsa áhuga á því að fá hann og mega tala við hann ef þau tilkynna okkur um það,“ sagði Kári við Fótbolti.net en tók sérstaklega fram að Víkingar væru að sjálfsögðu að gera hvað þeir geta til að halda leikmanninum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Kári Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Vonandi náum við bara að klára það og halda honum. Ég skil það mjög vel að lið hafi áhuga á honum, hann er búinn að standa sig frábærlega í ár,“ bætti Kári við. Þá var Kári einnig spurður út í ummæli Tomislav Stipic, þjálfara FC Riga - liðsins sem sló Víking út úr forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar sagðist Stipic vonast til að Birnir Snær myndi ekki framlengja samning sinn við Víking. „Þetta var sérstakt, voru svolítið sérstök ummæli. Veit ekki alveg hvað maður á að segja við þessu, hann bara sagði þetta og ekkert við því að gera. Hann ræður því hvað hann segir,“ sagði Kári jafnframt við Fótbolti.net. Birnir Snær hefur skorað sex mörk og gefið sex stoðsendingar í 16 leikjum í Bestu deildinni það sem af er leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var greint frá því ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks hafi sett sig í samband við Birni Snæ um að færa sig úr Fossvoginum og yfir í Kópavog. Þá segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, í viðtali við Fótbolti.net að annað hvert lið á Íslandi hafi sett sig í samband við félagið með þá von um að ganga frá samning við Birni Snæ. Reglur hér á landi kveða á um að félög megi semja við leikmann þegar hann á sex mánuði eftir af samningi en þau þurfi hins vegar að hafa samband við núverandi vinnuveitanda. „Það er ekkert launungarmál að hann er að renna út á samningi. Annað hvert lið er búið að lýsa áhuga á því að fá hann og mega tala við hann ef þau tilkynna okkur um það,“ sagði Kári við Fótbolti.net en tók sérstaklega fram að Víkingar væru að sjálfsögðu að gera hvað þeir geta til að halda leikmanninum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Kári Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Vonandi náum við bara að klára það og halda honum. Ég skil það mjög vel að lið hafi áhuga á honum, hann er búinn að standa sig frábærlega í ár,“ bætti Kári við. Þá var Kári einnig spurður út í ummæli Tomislav Stipic, þjálfara FC Riga - liðsins sem sló Víking út úr forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar sagðist Stipic vonast til að Birnir Snær myndi ekki framlengja samning sinn við Víking. „Þetta var sérstakt, voru svolítið sérstök ummæli. Veit ekki alveg hvað maður á að segja við þessu, hann bara sagði þetta og ekkert við því að gera. Hann ræður því hvað hann segir,“ sagði Kári jafnframt við Fótbolti.net. Birnir Snær hefur skorað sex mörk og gefið sex stoðsendingar í 16 leikjum í Bestu deildinni það sem af er leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira