Markadrottning Norðmanna gekk af velli rétt áður en að leikurinn hófst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 09:57 Ada Hegerberg sést hér hita upp fyrir leiksins en hún fann til í náranum og hætti við að spila skömmu áður en leikurinn var flautaður í gang. Getty/Phil Walter Noregur og Sviss gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Stærsta frétt leiksins gerðist nokkrum sekúndum áður en leikurinn var flautaður á. Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira