Þrálát meiðsli gera Arnóri erfitt fyrir í Englandi: Landsliðsverkefni í hættu Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2023 15:45 Arnór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Blackburn Rovers á Englandi Vísir/Getty Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Arnór Sigurðsson leikmaður enska liðsins Blackburn Rovers verður frá næstu átta vikurnar vegna þrálátra meiðsla á nára. Frá þessu er greint á vef Lancs Live sem sérhæfir sig, meðal annars, í fréttum af Blackburn Rovers. Arnór hefur, frá því fyrir síðasta landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins um miðbik júnímánaðar, verið að glíma við meiðsli í nára. Þau héldu honum frá þátttöku í tveimur leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2024 gegn Slóvakíu og Portúgal hér heima. Síðan þá hefur Arnór samið við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers og var hann farinn að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu þegar að meiðslin tóku að ágerast aftur. Arnór hefur enn ekki leikið leik fyrir Blackburn á undirbúningstímabilinu og séu nýjustu fréttir á rökum reistar er ljóst að hann mun ekki geta verið til taks í fyrstu leikjum liðsins á komandi tímabili. Þá verður að teljast afar ólíklegt að Arnór verði til taks í næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins, tveimur leikjum í undankeppni EM í september. Blackburn Rovers lék æfingaleik gegn Fleetwood Town fyrir síðustu helgi og eftir leik var Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn spurður út í stöðuna á Arnóri sem og Jack Vale, sem er einnig frá vegna meiðsla. „Arnór og Jack snúa ekki aftur á næstunni,“ var svar Jon Dahl. Arnór Sigurðsson er með samning við rússneska liðið CSKA Moskvu en vegna innrásar Rússa í Úkraínu innleiddi Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) nýtt úrræði sem gerði erlendum leikmönnum á mála hjá rússneskum og úkraínskum félagsliðum að losa sig tímabundið undan samningum sínum. Íslendingurinn knái hélt því til IFK Norrköping á láni til í júlí á síðasta ári þar sem að hann fann fjöl sína og vakti áhuga hjá Blackburn Rovers. Samningur Arnórs við CSKA Moskvu rennur út næsta sumar og því nokkuð ljóst að hann mun ekki snúa aftur til Rússlands. Hann mun því leikja hjá Blackburn Rovers á komandi tímabili EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Lancs Live sem sérhæfir sig, meðal annars, í fréttum af Blackburn Rovers. Arnór hefur, frá því fyrir síðasta landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins um miðbik júnímánaðar, verið að glíma við meiðsli í nára. Þau héldu honum frá þátttöku í tveimur leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2024 gegn Slóvakíu og Portúgal hér heima. Síðan þá hefur Arnór samið við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers og var hann farinn að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu þegar að meiðslin tóku að ágerast aftur. Arnór hefur enn ekki leikið leik fyrir Blackburn á undirbúningstímabilinu og séu nýjustu fréttir á rökum reistar er ljóst að hann mun ekki geta verið til taks í fyrstu leikjum liðsins á komandi tímabili. Þá verður að teljast afar ólíklegt að Arnór verði til taks í næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins, tveimur leikjum í undankeppni EM í september. Blackburn Rovers lék æfingaleik gegn Fleetwood Town fyrir síðustu helgi og eftir leik var Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn spurður út í stöðuna á Arnóri sem og Jack Vale, sem er einnig frá vegna meiðsla. „Arnór og Jack snúa ekki aftur á næstunni,“ var svar Jon Dahl. Arnór Sigurðsson er með samning við rússneska liðið CSKA Moskvu en vegna innrásar Rússa í Úkraínu innleiddi Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) nýtt úrræði sem gerði erlendum leikmönnum á mála hjá rússneskum og úkraínskum félagsliðum að losa sig tímabundið undan samningum sínum. Íslendingurinn knái hélt því til IFK Norrköping á láni til í júlí á síðasta ári þar sem að hann fann fjöl sína og vakti áhuga hjá Blackburn Rovers. Samningur Arnórs við CSKA Moskvu rennur út næsta sumar og því nokkuð ljóst að hann mun ekki snúa aftur til Rússlands. Hann mun því leikja hjá Blackburn Rovers á komandi tímabili
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira