Auðmjúkur Anton á tímamótum: „Rosalega tilfinningaþrungin stund“ Aron Guðmundsson skrifar 28. júlí 2023 08:00 Anton Sveinn McKee Íslenski sundgarpurinn Anton Sveinn McKee segir að eftir kaflaskipt ár hafi það verið tilfinningaþrungin stund fyrir sig að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 í gær en um leið tryggði hann sér sæti í úrslitasundi á HM í 50 metra laug í Japan sem fram fer í dag. „Það er ótrúlega sætt að hafa náð þessu,“ segir Anton Sveinn eftir afrek gærdagsins. „Undanfarið ár hjá mér hefur verið upp og niður. Það byrjaði vel en svo var maður dálítið þungur á sér mánuðina fyrir HM sem varð til þess að ég þurfti að gera breytingar æfingalega séð á undirbúningi mínum. Þær greinilega skiluðu sér en ég get alveg viðurkennt að það var smá stress í mér fyrir þetta undanúrslitasund. Ég ákvað því bara að taka þetta í þrepum, byrja á því að synda yfirvegað í undanrásunum en samt tryggja mig áfram í undanúrslitin svo lagði ég meira á þetta í undanúrslitunum sjálfum.“ Bætingin á fyrstu 100 metrunum Anton synti á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum og bætti sig um sekúndu frá undanrásunum. „Ég vissi að kínverjinn Haiyang Qing myndi mjög líklega byrja sundið rosalega hratt, ég var alltaf með það á hreinu að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat. Þá ætlaði ég mér að byrja sundið mun grimmar heldur en í undanrásunum og það er í rauninni þar sem ég næ að vinna mér inn þessa sekúndu í bætingu, á fyrstu hundrað metrunum. Samt var þetta einhvern veginn auðvelt, þetta var annar besti tíminn minn í greininni til þessa, besti tími minn er frá því í fyrra og í minningunni var miklu erfiðara að sund að baki í fyrra samanborið við núna. Þetta var auðvelt núna, sem er gott merki, og það gefur vonandi góð fyrirheit fyrir úrslitin. Ég er stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa treyst á sjálfan mig og harkað í gegnum þetta.“ Lenti á erfiðum stað eftir föðurmissi Inntur nánar eftir því hversu krefjandi undanfarið ár hefur verið fyrir hann hafði Anton Sveinn þetta að segja: „Andlega hliðin er alltaf erfiðust þegar að maður er kominn á þetta hæsta afeksþrep, það er auðvelt að æfa en erfiðara að halda hausnum alltaf góðum. Sem betur fer hef ég sterkt bakland sem hefur hjálpað mér svo mikið í gegnum áhugaverðan tíma. Ég er kominn til baka núna, það er á hreinu.“ Ólympíuleikarnir í París verða fjórðu Ólympíuleikarnir á ferli Antons Sveins. Þó svo að það sé kannski erfitt að hugsa til þeirra á þessari stundu, sökum komandi úrslitasunds á HM, er það alveg greinilegt hvað það er mikill léttir fyrir Anton Svein að hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. „Það var rosalega tilfinningaþrungin stund þegar að þetta varð ljóst. Árið 2019 byrjaði ég aftur að æfa af fullum krafti og ætlaði að klára Ólympíuleikana í Tokyo með stæl. Svo kom Covid-19 og framlengdi það markmið um ár, ég missi síðan föður minn rétt fyrir þá leika og lendi á erfiðum stað. Ég var því ekki alveg sáttur með það í hvaða stefnu ferillinn minn var að taka. Hann hefur þó alltaf einhvern veginn haldið áfram og fyrir mig er það því ótrúlega sætt að sjá núna að maður er enn á toppnum. Ég hef lagt alveg ótrúlega mikið í þetta og á bak við tjöldin hef ég lagt endalausa vinnu í þetta. Ég finn fyrir miklum létti og er ótrúlega stoltur af sjálfum mér.“ Allt að vinna, engu að tapa Seinna í dag er svo komið að úrslitasundi hjá Antoni Sveini á HM í 50 metra laug í Japan. Hver eru markmiðin fyrir sundið? „Að kreista allt út úr mér, ég hef engu að tapa og allt að vinna. Ég er búinn að tryggja mig í úrslitin, búinn að ná ólympíulágmarkinu og því er ekkert eftir nema að synda hratt og njóta.“ Sund Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira
„Það er ótrúlega sætt að hafa náð þessu,“ segir Anton Sveinn eftir afrek gærdagsins. „Undanfarið ár hjá mér hefur verið upp og niður. Það byrjaði vel en svo var maður dálítið þungur á sér mánuðina fyrir HM sem varð til þess að ég þurfti að gera breytingar æfingalega séð á undirbúningi mínum. Þær greinilega skiluðu sér en ég get alveg viðurkennt að það var smá stress í mér fyrir þetta undanúrslitasund. Ég ákvað því bara að taka þetta í þrepum, byrja á því að synda yfirvegað í undanrásunum en samt tryggja mig áfram í undanúrslitin svo lagði ég meira á þetta í undanúrslitunum sjálfum.“ Bætingin á fyrstu 100 metrunum Anton synti á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum og bætti sig um sekúndu frá undanrásunum. „Ég vissi að kínverjinn Haiyang Qing myndi mjög líklega byrja sundið rosalega hratt, ég var alltaf með það á hreinu að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat. Þá ætlaði ég mér að byrja sundið mun grimmar heldur en í undanrásunum og það er í rauninni þar sem ég næ að vinna mér inn þessa sekúndu í bætingu, á fyrstu hundrað metrunum. Samt var þetta einhvern veginn auðvelt, þetta var annar besti tíminn minn í greininni til þessa, besti tími minn er frá því í fyrra og í minningunni var miklu erfiðara að sund að baki í fyrra samanborið við núna. Þetta var auðvelt núna, sem er gott merki, og það gefur vonandi góð fyrirheit fyrir úrslitin. Ég er stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa treyst á sjálfan mig og harkað í gegnum þetta.“ Lenti á erfiðum stað eftir föðurmissi Inntur nánar eftir því hversu krefjandi undanfarið ár hefur verið fyrir hann hafði Anton Sveinn þetta að segja: „Andlega hliðin er alltaf erfiðust þegar að maður er kominn á þetta hæsta afeksþrep, það er auðvelt að æfa en erfiðara að halda hausnum alltaf góðum. Sem betur fer hef ég sterkt bakland sem hefur hjálpað mér svo mikið í gegnum áhugaverðan tíma. Ég er kominn til baka núna, það er á hreinu.“ Ólympíuleikarnir í París verða fjórðu Ólympíuleikarnir á ferli Antons Sveins. Þó svo að það sé kannski erfitt að hugsa til þeirra á þessari stundu, sökum komandi úrslitasunds á HM, er það alveg greinilegt hvað það er mikill léttir fyrir Anton Svein að hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. „Það var rosalega tilfinningaþrungin stund þegar að þetta varð ljóst. Árið 2019 byrjaði ég aftur að æfa af fullum krafti og ætlaði að klára Ólympíuleikana í Tokyo með stæl. Svo kom Covid-19 og framlengdi það markmið um ár, ég missi síðan föður minn rétt fyrir þá leika og lendi á erfiðum stað. Ég var því ekki alveg sáttur með það í hvaða stefnu ferillinn minn var að taka. Hann hefur þó alltaf einhvern veginn haldið áfram og fyrir mig er það því ótrúlega sætt að sjá núna að maður er enn á toppnum. Ég hef lagt alveg ótrúlega mikið í þetta og á bak við tjöldin hef ég lagt endalausa vinnu í þetta. Ég finn fyrir miklum létti og er ótrúlega stoltur af sjálfum mér.“ Allt að vinna, engu að tapa Seinna í dag er svo komið að úrslitasundi hjá Antoni Sveini á HM í 50 metra laug í Japan. Hver eru markmiðin fyrir sundið? „Að kreista allt út úr mér, ég hef engu að tapa og allt að vinna. Ég er búinn að tryggja mig í úrslitin, búinn að ná ólympíulágmarkinu og því er ekkert eftir nema að synda hratt og njóta.“
Sund Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Sjá meira