Tveir nýir til taks hjá FH í kvöld eftir félagaskiptabannið Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 09:35 Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen spila með FH það sem eftir lifir tímabils, og eru félagaskipti Grétars varanleg. Samsett/Hulda Margrét FH-ingar biðu ekki boðanna eftir að hafa losnað úr félagaskiptabanni og eru tveir nýir leikmenn komnir með staðfest félagaskipti til FH fyrir leikinn við Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Grétar Snær Gunnarsson er snúinn aftur til FH frá KR en hann lék aðeins fjóra leiki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar. Grétar, sem er 26 ára varnarmaður, á að baki 59 leiki í efstu deild en hann spilaði síðast fyrir FH árið 2018 og hefur síðan verið hjá Víkingi Ó., Fjölni og svo KR frá 2021. Arnór Borg Guðjohnsen er svo kominn til FH að láni frá Víkingum sem sitja á toppi Bestu deildarinnar. Arnór hefur spilað fjórtán leiki í Bestu deildinni í sumar en aðeins tvo í byrjunarliði, og alls aðeins fimm leiki í byrjunarliði frá því að hann kom frá Fylki eftir tímabilið 2021, en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. FH fór í félagaskiptabann samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og var sektað um 150 þúsund krónur, eftir að samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki staðið við samning sinn við danska leikmanninn Morten Beck Guldsmed. Samkvæmt úrskurði aganefndarinnar gat félagið hins vegar losnað við bannið með því að ná samkomulagi við leikmanninn, en ekki hefur komið fram hvað það uppgjör fól í sér. FH-ingar mæta Keflavík á útivelli í kvöld og þar gætu bæði Grétar og Arnór komið við sögu. Með sigri gæti FH mögulega komist upp úr 6. sæti í það fjórða, en liðið er stigi á eftir Stjörnunni og KR sem mætir Val í kvöld, og á leik eða leiki til góða á bæði lið. Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Grétar Snær Gunnarsson er snúinn aftur til FH frá KR en hann lék aðeins fjóra leiki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar. Grétar, sem er 26 ára varnarmaður, á að baki 59 leiki í efstu deild en hann spilaði síðast fyrir FH árið 2018 og hefur síðan verið hjá Víkingi Ó., Fjölni og svo KR frá 2021. Arnór Borg Guðjohnsen er svo kominn til FH að láni frá Víkingum sem sitja á toppi Bestu deildarinnar. Arnór hefur spilað fjórtán leiki í Bestu deildinni í sumar en aðeins tvo í byrjunarliði, og alls aðeins fimm leiki í byrjunarliði frá því að hann kom frá Fylki eftir tímabilið 2021, en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. FH fór í félagaskiptabann samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og var sektað um 150 þúsund krónur, eftir að samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki staðið við samning sinn við danska leikmanninn Morten Beck Guldsmed. Samkvæmt úrskurði aganefndarinnar gat félagið hins vegar losnað við bannið með því að ná samkomulagi við leikmanninn, en ekki hefur komið fram hvað það uppgjör fól í sér. FH-ingar mæta Keflavík á útivelli í kvöld og þar gætu bæði Grétar og Arnór komið við sögu. Með sigri gæti FH mögulega komist upp úr 6. sæti í það fjórða, en liðið er stigi á eftir Stjörnunni og KR sem mætir Val í kvöld, og á leik eða leiki til góða á bæði lið.
Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00
FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45
Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti