Sendu Ítali heim með sögulegum sigri en Svíar mæta Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 09:09 Hildah Magaia átti frábæran leik gegn Ítölum og stóran þátt í sögulegum sigri Suður-Afríku. Hér fagnar hún marki sínu. Getty/Katelyn Mulcahy Suður-Afríka tryggði sér með ævintýralegum hætti sæti í 16-liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta, í fyrsta sinn, með 3-2 sigri gegn Ítalíu. Liðið fylgir toppliði Svíþjóðar sem vann alla sína leiki í G-riðlinum. Svíþjóð mætir ríkjandi meisturum Bandaríkjanna í 16-liða úrslitunum en Suður-Afríka á fyrir höndum leik við Holland, og eru báðir leikirnir á sunnudaginn. Leikur Suður-Afríku og Ítalíu var frábær skemmtun, og þar sem Svíþjóð vann 2-0 gegn Argentínu var um úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni að ræða, þar sem Ítölum dugði þó jafntefli. Ótrúlegt sjálfsmark Og útlitið var um tíma gott fyrir Ítalíu. Arianna Caruso kom liðinu yfir úr víti á 11. mínútu en staðan varð jöfn tuttugu mínútum síðar þegar Benedetta Orsi skoraði óhemju slysalegt sjálfsmark. Orsi ætlaði, undir mjög lítilli pressu, að senda aftur á markvörð sinn en sú sending kom út eins og skot sem hafnaði í netinu. Og Orsi leit heldur ekki vel út í vörninni þegar Suður-Afríka komst yfir á 67. mínútu, með marki Hildah Magaia. Caruso náði hins vegar að jafna metin skömmu síðar eftir hornspyrnu og þá var aftur útlit fyrir að Ítalía væri að fara upp úr riðlinum. Sigurmark í uppbótartíma Suður-Afríka tryggði sér hins vegar dramatískan sigur í uppbótartíma með marki Thembi Kgatlana, eftir sendingu Magaia og frábæra sókn liðsins. Þar með spilar Suður-Afríka í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni, en liðið er á sínu öðru heimsmeistaramóti. Svíþjóð var tæknilega séð búin að vinna riðilinn fyrir leiki dagsins, en tryggði sér endanlega sigur með sigrinum á Argentínu. Rebecka Blomqvist og Elin Rubensson skoruðu mörkin fyrir Svía sem þrátt fyrir sína miklu velgengni í riðlinum þurfa að mæta Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Svíþjóð mætir ríkjandi meisturum Bandaríkjanna í 16-liða úrslitunum en Suður-Afríka á fyrir höndum leik við Holland, og eru báðir leikirnir á sunnudaginn. Leikur Suður-Afríku og Ítalíu var frábær skemmtun, og þar sem Svíþjóð vann 2-0 gegn Argentínu var um úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni að ræða, þar sem Ítölum dugði þó jafntefli. Ótrúlegt sjálfsmark Og útlitið var um tíma gott fyrir Ítalíu. Arianna Caruso kom liðinu yfir úr víti á 11. mínútu en staðan varð jöfn tuttugu mínútum síðar þegar Benedetta Orsi skoraði óhemju slysalegt sjálfsmark. Orsi ætlaði, undir mjög lítilli pressu, að senda aftur á markvörð sinn en sú sending kom út eins og skot sem hafnaði í netinu. Og Orsi leit heldur ekki vel út í vörninni þegar Suður-Afríka komst yfir á 67. mínútu, með marki Hildah Magaia. Caruso náði hins vegar að jafna metin skömmu síðar eftir hornspyrnu og þá var aftur útlit fyrir að Ítalía væri að fara upp úr riðlinum. Sigurmark í uppbótartíma Suður-Afríka tryggði sér hins vegar dramatískan sigur í uppbótartíma með marki Thembi Kgatlana, eftir sendingu Magaia og frábæra sókn liðsins. Þar með spilar Suður-Afríka í útsláttarkeppninni í fyrsta sinn í sögunni, en liðið er á sínu öðru heimsmeistaramóti. Svíþjóð var tæknilega séð búin að vinna riðilinn fyrir leiki dagsins, en tryggði sér endanlega sigur með sigrinum á Argentínu. Rebecka Blomqvist og Elin Rubensson skoruðu mörkin fyrir Svía sem þrátt fyrir sína miklu velgengni í riðlinum þurfa að mæta Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn