Klæmint um tímann hjá Blikum: Upp og niður en á góðum stað núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 12:31 Klæmint Andrason Olsen hefur skorað níu mörk í öllum keppnum með Blikum á tímabilinu. @breidablik_fotbolti Færeyski framherjinn Klæmint Andrason Olsen hefur upplifað margt á sínu fyrsta tímabili með Breiðabliki, allt frá því að komast ekki í leikmannahópinn í það að tryggja liðinu sigur á lokasekúndunum. Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira
Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Sjá meira