Oliver: Væri ekkert eðlilega gaman að heyra Parken þagna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 14:16 Oliver Sigurjónsson fer framhjá Ísaki Bergmann Jóhannessyni í fyrri leiknum. Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson og félagar í Breiðabliki vita að þeir þurfa algjöran stórleik til að slá út FC Kaupmannahöfn út úr Meistaradeildinni í kvöld. FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira