Liverpool skoraði þrjú mörk en tapaði samt á móti Bæjurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 13:29 Virgil van Dijk fagnar marki sínu í fyrsta leiknum eftir að hann tók formlega við fyrirliðabandinu af Jordan Henderson. Getty/Yong Teck Lim Liverpool missti niður forskot í tvígang í 4-3 tapi á móti þýska stórliðinu Bayern München í æfingarleik liðanna í Singapúr í dag. Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili. Enski boltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili.
Enski boltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn