Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2023 11:00 Elliðaárnar eru sem betur fer ennþá í þokkalegu vatni Mynd: KL Margar laxveiðiárnar á vesturlandi eru orðnar ansi vatnslitlar og það á eftir að hafa áhrif á veiðitölur vikunnar sem beðið er eftir. Það er erfitt að horfa uppá margar af bestu laxveiðiám landsins renna í jafn litlu vatni og núna. Þar má nefna til dæmis Norðurá sem er að nálgast sama vatnsmagn og þurrkasumarið 2019. Það vantar ekki lax í árnar en það vantar sárlega vatn. Þegar vatnið fer þetta langt niður eru venjulega 100 laxa vikur í 10-12 stanga á fljótar að fara niður í 20-30 laxa. Laxinn safnast saman í fáa veiðistaði og getur legið þar í bunkumm en það hefur í för með sér að eitthvað af þeim löxum sem veiðast er húkkaðir þó það sé ekki viljandi gert. Það er spáð rigningu um helgina en spurning hvort það verði nóg til að glæða lífi í vatnslitlar árnar verður bara að koma í ljós. Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Það er erfitt að horfa uppá margar af bestu laxveiðiám landsins renna í jafn litlu vatni og núna. Þar má nefna til dæmis Norðurá sem er að nálgast sama vatnsmagn og þurrkasumarið 2019. Það vantar ekki lax í árnar en það vantar sárlega vatn. Þegar vatnið fer þetta langt niður eru venjulega 100 laxa vikur í 10-12 stanga á fljótar að fara niður í 20-30 laxa. Laxinn safnast saman í fáa veiðistaði og getur legið þar í bunkumm en það hefur í för með sér að eitthvað af þeim löxum sem veiðast er húkkaðir þó það sé ekki viljandi gert. Það er spáð rigningu um helgina en spurning hvort það verði nóg til að glæða lífi í vatnslitlar árnar verður bara að koma í ljós.
Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði