Leikmenn ósáttir við nýju regluna um uppbótartíma Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 22:00 Raphael Varane. vísir/Getty Kevin De Bruyne og Raphael Varane, lykilmenn í Manchester liðunum í ensku úrvalsdeildinni eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt áherslubreytingu á uppbótartíma sem notast verður við á Englandi. Arsenal skoraði jöfnunarmark þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Samfélagsskildinum í gær og Pep Guardiola, stjóri Man City, furðaði sig á þessum breytingum í leikslok. Kevin De Bruyne er á sama máli og lét það í ljós í viðtali eftir leikinn. „Það voru meira að segja þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik í dag. Hvernig verður þetta þegar við spilum gegn slakara liði sem er alltaf að tefja?“ sagði De Bruyne og hélt áfram. „Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega í dag. Ef við spilum 15-20 aukamínútur gegn Sevilla á miðvikudag og eins gegn Newcastle á laugardag þá er eins og við höfum spilað tvöfalda framlengingu,“ sagði Belginn en flestar vikur tímabilsins leikur Man City þrjá leiki. Raphael Varane, reynsluboltinn í vörn Man Utd, nýtti samfélagsmiðla sína í dag til að koma á framfæri óánægju með þessa áherslubreytingu. „Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að vinna við það sem ég elska á hverjum degi en þessar breytingar eru að skaða leikinn okkar. Við viljum geta verið í hæsta gæðaflokki og sýnt okkar bestu frammistöðu fyrir áhorfendurna okkar í hverri viku,“ segir meðal annars í pistlinum sem sjá má í heild hér að neðan. We had a meeting last week with the FA. They recommended from the referees new decisions and rules. From the managers and players, we have shared our concerns for many years now that there are too many games, the schedule is overcrowded, and it s at a dangerous level for — Raphaël Varane (@raphaelvarane) August 7, 2023 Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01 Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Arsenal skoraði jöfnunarmark þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Samfélagsskildinum í gær og Pep Guardiola, stjóri Man City, furðaði sig á þessum breytingum í leikslok. Kevin De Bruyne er á sama máli og lét það í ljós í viðtali eftir leikinn. „Það voru meira að segja þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik í dag. Hvernig verður þetta þegar við spilum gegn slakara liði sem er alltaf að tefja?“ sagði De Bruyne og hélt áfram. „Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega í dag. Ef við spilum 15-20 aukamínútur gegn Sevilla á miðvikudag og eins gegn Newcastle á laugardag þá er eins og við höfum spilað tvöfalda framlengingu,“ sagði Belginn en flestar vikur tímabilsins leikur Man City þrjá leiki. Raphael Varane, reynsluboltinn í vörn Man Utd, nýtti samfélagsmiðla sína í dag til að koma á framfæri óánægju með þessa áherslubreytingu. „Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að vinna við það sem ég elska á hverjum degi en þessar breytingar eru að skaða leikinn okkar. Við viljum geta verið í hæsta gæðaflokki og sýnt okkar bestu frammistöðu fyrir áhorfendurna okkar í hverri viku,“ segir meðal annars í pistlinum sem sjá má í heild hér að neðan. We had a meeting last week with the FA. They recommended from the referees new decisions and rules. From the managers and players, we have shared our concerns for many years now that there are too many games, the schedule is overcrowded, and it s at a dangerous level for — Raphaël Varane (@raphaelvarane) August 7, 2023
Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01 Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01
Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02