Nærri hundrað fótboltabullur svara fyrir morð í dómsal Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 20:57 Sakborningar gengu huldu höfði til dómsalar í dag. ap Nærri hundrað stuðningsmenn fótboltaliðsins Dynamo Zagreb mættu fyrir dóm í Aþenu, höfuðborgar Grikklands, grunaðir um að eiga þátt í morði á stuðningsmanni fótboltaliðsins AEK Aþenu. Maðurinn var myrtur daginn fyrir leik Dynamo og AEK í Meistaradeildinni sem var frestað í kjölfarið. Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK. Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Hinn 29 ára gamli stuðningsmaður AEK, Michalis Katsouris, var myrtur á mánudag. Flestir sakborninganna ungu mættu með bol yfir höfði sínu til dómsalar í dag. Alls eru 103 grunaðir um aðild að málinu og eru 97 þeirra króatískir ríkisborgarar, stuðningsmenn Dynamo Zagreb. Auk ákæru fyrir manndráp er ákært fyrir líkamsárásir og notkun ólöglegra sprengiefna. Búist er við því að ákærur fyrir aðild að morði verði vísað frá í málum flestra sakborninga eftir því sem líður á réttarhöldin. Á myndbandi sjást stuðningsmennirnir bera kylfur og hnífa fyrir utan leikvang AEK í Aþenu. Þá heyrist í sprengingum og kveikt í blysum. Að minnsta kosti tíu manns slösuðust í látunum og fjórir liggja enn á sjúkrahúsi. Nokkrir voru gripnir við að reyna að flýja land. ap Flestir sakborninga eru ungir stuðningsmenn Dynamo Zagreb.ap „Verða morðingjar hans á pöllunum?“ Leiknum var eins og áður segir frestað. Lögregla réðst í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir til þess að hafa hendur í hári allra sakborninga. Fimm sakborningar voru gripnir í bát á leið til Ítalíu og sá sjötti í rútu á leið til Albaníu. Þá var mikill viðbúnaður á leik grannaliðsins Panathanaikos í Aþenu í dag þar sem liðið mætti franska liðinu Marseille, sömuleiðis í undankeppni Meistaradeildarinnar. Í hálfleik hafði lögreglu enn ekki borist tilkynning um ofbeldi en stuðningsmenn Marseille fengu ekki miða á leikinn. Þrír voru aftur á móti handteknir fyrir utan leikvanginn með vopn. Forsvarsmenn AEK hafa kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA refsi liði Zagreb harkalega. „Hvernig er mögulegt fyrir AEK Aþenu, í kjölfar hryllilegs morð á Michalis framið af gengi grimmilegra morðingja frá Króatíu, að mæta á völlinn og spila gegn þessu liði? Munu einhverjir morðingjar hans vera á pöllunum?“ er spurt í tilkynningu AEK.
Grikkland Króatía Tengdar fréttir Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Grískur stuðningsmaður stunginn til bana í aðdraganda leiks kvöldsins Stuðningsmaður gríska fótboltaliðsins AEK Aþenu var stunginn til bana í gærkvöldi þegar ólæti brutust út í aðdraganda mikilvægs leiks félagsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 8. ágúst 2023 06:30
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent