„Þetta eru tvö lið sem bera virðingu hvort fyrir öðru“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2023 22:00 Kristján á hliðarlínunni fyrr í sumar Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna kvenna í 1-1 jafntefli þeirra gegn Val. En hann gaf dómara leiksins einnig mikið hrós fyrir sína frammistöðu „Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
„Mér fannst hann bara ferlega vel dæmdur, gríðarlega góð dómgæsla. Leikurinn var þannig að þetta eru tvö lið sem bera virðingu fyrir hvort öðru, okkur tókst bara að spila nokkuð góðan leik, halda þeim frá markinu okkar mest allan tímann og sköpuðum nokkur hálffæri í hröðum sóknum. Svona heilt yfir held ég að þetta sé alveg fínn leikur.“ Stjörnuliðið lá langt til baka á vellinum og vörðust á mörgum leikmönnum, það bar fínan árangur, Valskonum tókst illa að skapa sér færi og gáfu oft frá sér boltann en Stjörnunni tókst illa að nýta sér mistök þeirra. „Það tókst ekki, við náðum ekki að skora úr þeim færum, en við áttum svona hálffæri eins og ég segi. Komumst aðeins af stað og svona en ekki í nógu góðar stöður, en heilt yfir er þetta bara allt í lagi, ég held að við séum með fleiri hálffæri en andstæðingurinn.“ Valur er í öðru sæti deildarinnar og Stjarnan mætir næst Breiðablik, sem situr í efsta sætinu. Kristján segir að það megi gera ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar líkt og í dag. „Við þurfum bara að undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þann leik, það er erfitt prógramm hjá okkur núna að vera að spila við toppliðin. Það verður hörkuleikur bara alveg eins og í dag, spilum við Val sem er búið að vera á toppnum og Breiðablik sem er núna á toppnum.“ Leikplan Stjörnunnar virkaði vel, flestar marktilraunir Vals voru langskot. Mun þjálfarinn leggja upp með svipað plan í næsta leik? „Það verður svipað en ekki eins, nei ég veit það ekki. Við eigum eftir að fara yfir hvernig við gerum það, við höfum spilað svona á móti Val undanfarið en ekki á móti öðrum liðum. En kannski var þetta hugmynd hjá þér, við kannski gerum það á móti Breiðablik“ sagði Kristján að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 1-1 | Allt í járnum á Origo vellinum og toppi deildarinnar Valur og Stjarnan áttust við á Hlíðarenda í kvöld en Stjörnukonur eru annað af aðeins tveimur liðum sem náð hafa að vinna Íslandsmeistara Vals í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Þeim tókst ekki að endurtaka leikinn í kvöld. 9. ágúst 2023 21:40