Táningur með íslenskan umboðsmann vann næstum því heimsleikana í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 08:31 Snorri Barón Jónsson með Emmu Lawson en hún var frábær á heimsleikunum í ár þrátt fyrir að vera enn bara átján ára gömul. Instagram/@snorribaron Kanadíska CrossFit konan Emma Lawson skrifaði sögu heimsleikana í ár þegar hún varð sú yngsta í sögunni til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í CrossFit. Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira