Chelsea nær samkomulagi um kaup á Lavia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 21:31 Romeo Lavia er á leiðinni til Chelsea. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Enska knattspyrnufélagið Chelsea heldur áfram að vera virkasta félagið á leikmannamarkaðnum en í kvöld var staðfest að samkomulag hefði náðst á milli liðsins og Southmapton um kaup á belgíska miðjumanninum Romeo Lavia. Undanfarna daga hafa Chelsea og Liverpool barist um undirskriftir Moisés Caicedo og áðurnefnds Lavia. Caicedo ákvað að fara til Chelsea og verða þar með dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Vegna kaupa Chelsea á Caicedo héldu þá margir að Lavia myndi enda í Liverpool en svo er aldeilis ekki. David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, staðfesti í kvöld að Chelsea og Southampton hefðu komist að samkomulagi um kaup fyrrnefnda liðsins á hinum 19 ára gamla Lavia. Borgar Chelsea 53 milljónir punda, tæplega 9 milljarða íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Þá gæti Southampton fengið aðrar 5 milljónir punda, 843 milljónir króna, í árangurstengdar greiðslur. Southampton er ekki eina félagið sem græðir á þessu en Manchester City fær 20 prósent af þeirri upphæð sem Southampton græðir þar sem félagið keypti Lavia sumarið 2022 af Man City. Manchester City scheduled to receive 20% of the profit Southampton make on the sale of Romeo Lavia to Chelsea. Consequence of a sell-on clause inserted into the deal that took 19yo midfielder from #MCFC to #SaintsFC in summer of 2022 @TheAthleticFC #CFC https://t.co/hYrozkedNd— David Ornstein (@David_Ornstein) August 15, 2023 Lavia er áttundi leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar og verður forvitnilegt að sjá hvernig Mauricio Pochettino, tiltölulega nýráðinn þjálfari liðsins, nýtir krafta belgíska miðjumannsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gæti stillt upp LFC miðju Nettröllum leiðist ekki að stríða Liverpool stuðningsmönnum á skelfilegri frammistöðu Liverpool á félagsskiptamarkaðnum síðustu daga. 15. ágúst 2023 16:45 „Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. 15. ágúst 2023 10:31 Chelsea keypt leikmenn fyrir 132 milljarða síðan Boehly og félagar tóku við Þegar kaupin á Moisés Caicedo ganga í gegn hefur enska knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á leikmönnum fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, 132 milljarða íslenskra króna, síðan Todd Boehly og Clearlake Capital komu til sögunnar á síðasta ári. 14. ágúst 2023 23:31 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Undanfarna daga hafa Chelsea og Liverpool barist um undirskriftir Moisés Caicedo og áðurnefnds Lavia. Caicedo ákvað að fara til Chelsea og verða þar með dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Vegna kaupa Chelsea á Caicedo héldu þá margir að Lavia myndi enda í Liverpool en svo er aldeilis ekki. David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, staðfesti í kvöld að Chelsea og Southampton hefðu komist að samkomulagi um kaup fyrrnefnda liðsins á hinum 19 ára gamla Lavia. Borgar Chelsea 53 milljónir punda, tæplega 9 milljarða íslenskra króna, fyrir leikmanninn. Þá gæti Southampton fengið aðrar 5 milljónir punda, 843 milljónir króna, í árangurstengdar greiðslur. Southampton er ekki eina félagið sem græðir á þessu en Manchester City fær 20 prósent af þeirri upphæð sem Southampton græðir þar sem félagið keypti Lavia sumarið 2022 af Man City. Manchester City scheduled to receive 20% of the profit Southampton make on the sale of Romeo Lavia to Chelsea. Consequence of a sell-on clause inserted into the deal that took 19yo midfielder from #MCFC to #SaintsFC in summer of 2022 @TheAthleticFC #CFC https://t.co/hYrozkedNd— David Ornstein (@David_Ornstein) August 15, 2023 Lavia er áttundi leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar og verður forvitnilegt að sjá hvernig Mauricio Pochettino, tiltölulega nýráðinn þjálfari liðsins, nýtir krafta belgíska miðjumannsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gæti stillt upp LFC miðju Nettröllum leiðist ekki að stríða Liverpool stuðningsmönnum á skelfilegri frammistöðu Liverpool á félagsskiptamarkaðnum síðustu daga. 15. ágúst 2023 16:45 „Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. 15. ágúst 2023 10:31 Chelsea keypt leikmenn fyrir 132 milljarða síðan Boehly og félagar tóku við Þegar kaupin á Moisés Caicedo ganga í gegn hefur enska knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á leikmönnum fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, 132 milljarða íslenskra króna, síðan Todd Boehly og Clearlake Capital komu til sögunnar á síðasta ári. 14. ágúst 2023 23:31 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Chelsea gæti stillt upp LFC miðju Nettröllum leiðist ekki að stríða Liverpool stuðningsmönnum á skelfilegri frammistöðu Liverpool á félagsskiptamarkaðnum síðustu daga. 15. ágúst 2023 16:45
„Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. 15. ágúst 2023 10:31
Chelsea keypt leikmenn fyrir 132 milljarða síðan Boehly og félagar tóku við Þegar kaupin á Moisés Caicedo ganga í gegn hefur enska knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á leikmönnum fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, 132 milljarða íslenskra króna, síðan Todd Boehly og Clearlake Capital komu til sögunnar á síðasta ári. 14. ágúst 2023 23:31