Njarðvík úr fallsæti og Afturelding heldur áfram að tapa stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 20:31 Njarðvíkingar hafa unnið sigur í fjórum leikjum í röð. Njarðvík er komið úr fallsæti Lengjudeildarinnar í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Selfossi í kvöld. Topplið Aftureldingar gerði jafntefli við Vestra og hefur ekki náð sigri í síðustu fjórum leikjum. Heil umferð fer fram í Lengjudeild karla í kvöld og er fimm leikjum nú þegar lokið. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Leikni en Grindvíkingar unnu sigur á toppliði Aftureldingar í síðustu umferð og virðast vera að ná vopnum sínum eftir erfiða byrjun og nýleg þjálfaraskipti. Aðeins eitt mark var skorað á Stakkavíkurvelli í kvöld. Það gerði Símon Logi Thasaphong í fyrri hálfleik eftir góða skyndisókn heimamanna. Grindvíkingar færast upp töfluna með sigrinum og eru nú fjórum stigum á eftir Leikni og Vestra sem sitja í 4. - 5. sæti deildarinnar. Grindavík vann góðan sigur í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Njarðvík heldur áfram að gera góða hluti undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Liðið vann í kvöld sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Selfossi á útivelli. Njarðvík komst í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mark Oumar Diouck og tvö mörk frá Rafael Victor. Gonzalo Zamorano og Oskar Wasliewski minnkuðu muninn fyrir Selfoss í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Njarðvík fer með sigrinum upp fyrir Þróttara og úr fallsæti Lengjudeildarinnar. Fjórði leikur toppliðsins án sigurs Á Akureyri vann Þór mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti. Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir á 7. mínútu en Aron Birkir Stefánsson varði síðan víti Hinriks á 24. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Alexander Már Þorláksson metin fyrir Þór og staðan í hálfleik 1-1. Á lokamínútu leiksins skoraði síðan Ragnar Óli Ragnarsson sigurmark Þórsara og tryggði þeim sætan sigur. Eftir tapið í kvöld og sigur Njarðvíkur er Þróttur í fallsæti en Þór komið upp í 6. sæti og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Topplið Aftureldingar hefur verið að tapa stigum að undanförnu eftir magnaða byrjun í deildinni. Í kvöld voru Mosfellingar mættir vestur á Ísafjörð og lentu heldur betur í vandræðum. Vestri leiddi 2-0 í hálfleik eftir mörk Silas Songani og Vladimir Tufegdzig. Í síðari hálfleik bitu leikmenn Aftureldingar í skjaldarrendur. Ivo Braz og Elmar Kári Enesson Cogic skoruðu þá tvö mörk fyrir gestina og tryggðu Aftureldingu 2-2 jafntefli. Afturelding er enn á toppi Lengjudeildarinnar en eru nú aðeins einu stigi á undan ÍA. Liðið hefur ekki unnið leik síðan liðið vann 9-0 sigur á Selfyssingum þann 21. júlí. Skagamenn eru á hraðri uppleið og unnu öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn botnliði Ægis. Tvö mörk frá Viktori Jónssyni og mörk frá Hlyni Sævari Jónssyni og Ármanni Inga Finnbogasyni í síðari hálfleik tryggðu Skagamönnum öruggan sigur. Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira
Heil umferð fer fram í Lengjudeild karla í kvöld og er fimm leikjum nú þegar lokið. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Leikni en Grindvíkingar unnu sigur á toppliði Aftureldingar í síðustu umferð og virðast vera að ná vopnum sínum eftir erfiða byrjun og nýleg þjálfaraskipti. Aðeins eitt mark var skorað á Stakkavíkurvelli í kvöld. Það gerði Símon Logi Thasaphong í fyrri hálfleik eftir góða skyndisókn heimamanna. Grindvíkingar færast upp töfluna með sigrinum og eru nú fjórum stigum á eftir Leikni og Vestra sem sitja í 4. - 5. sæti deildarinnar. Grindavík vann góðan sigur í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Njarðvík heldur áfram að gera góða hluti undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Liðið vann í kvöld sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Selfossi á útivelli. Njarðvík komst í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mark Oumar Diouck og tvö mörk frá Rafael Victor. Gonzalo Zamorano og Oskar Wasliewski minnkuðu muninn fyrir Selfoss í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Njarðvík fer með sigrinum upp fyrir Þróttara og úr fallsæti Lengjudeildarinnar. Fjórði leikur toppliðsins án sigurs Á Akureyri vann Þór mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti. Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir á 7. mínútu en Aron Birkir Stefánsson varði síðan víti Hinriks á 24. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Alexander Már Þorláksson metin fyrir Þór og staðan í hálfleik 1-1. Á lokamínútu leiksins skoraði síðan Ragnar Óli Ragnarsson sigurmark Þórsara og tryggði þeim sætan sigur. Eftir tapið í kvöld og sigur Njarðvíkur er Þróttur í fallsæti en Þór komið upp í 6. sæti og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Topplið Aftureldingar hefur verið að tapa stigum að undanförnu eftir magnaða byrjun í deildinni. Í kvöld voru Mosfellingar mættir vestur á Ísafjörð og lentu heldur betur í vandræðum. Vestri leiddi 2-0 í hálfleik eftir mörk Silas Songani og Vladimir Tufegdzig. Í síðari hálfleik bitu leikmenn Aftureldingar í skjaldarrendur. Ivo Braz og Elmar Kári Enesson Cogic skoruðu þá tvö mörk fyrir gestina og tryggðu Aftureldingu 2-2 jafntefli. Afturelding er enn á toppi Lengjudeildarinnar en eru nú aðeins einu stigi á undan ÍA. Liðið hefur ekki unnið leik síðan liðið vann 9-0 sigur á Selfyssingum þann 21. júlí. Skagamenn eru á hraðri uppleið og unnu öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn botnliði Ægis. Tvö mörk frá Viktori Jónssyni og mörk frá Hlyni Sævari Jónssyni og Ármanni Inga Finnbogasyni í síðari hálfleik tryggðu Skagamönnum öruggan sigur.
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira