Hvað er að gerast í Níger? Vaxandi spenna í Afríku í kjölfar herforingjabyltingar í landinu Gylfi Páll Hersir skrifar 22. ágúst 2023 09:00 Fyrir rétt tæpum mánuði steypti hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani, forseta Níger Mohamed Bazoum af stóli. Lífsskilyrði milljóna verkafólks og bænda hafa farið síversnandi og árásir íslamskra hryðjuverkahópa aukist. Valdaránið leiddi til vaxandi spennu milli ráðastéttar frönsku heimsvaldasinnanna sem studdu Bazoum og Rússlandsstjórnar sem hefur aukið umsvif sín á Sahel svæðinu undanfarið. Það er svæðið milli Sahara eyðimerkurinnar og gróðurlendisins í suðri og nær yfir Burkina Faso, Kamerún, Chad, Gambíu, Guineu, Mauritaníu, Malí, Níger, Nígeríu og Senegal. Ríkisstjórnir landa sem liggja að Níger hótuðu innrás í landið, með stuðningi Bandaríkjastjórnar, til þess að snúa valdaskiptunum við. Tchiani nam stjórnarskrána úr gildi og hrakti ríkisstjórnina frá völdum. Herforingjastjórn hans hyggst ákæra Bazoum fyrir landráð vegna samstarfs hans við erlendar ríkisstjórnir. Frakkar, nýlenduherrarnir fyrrverandi, eru með 1.500 manna herlið í Níger. Í Níger er verulegt magn af úrani sem gegnir lykilhlutverki í orkuframleiðslu Frakklands því rafmagn í landinu er mestanpart framleitt í kjarnorkuverkum. Auk þess flytur Frakkland út orku til Þýskalands eftir að gasútflutningur frá Rússlandi lagðist þar af í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Bandaríkin eru með tvær herstöðvar í Níger og 1.100 hermenn. Þeir þjálfuðu og unnu sem hernaðarráðgjafar fyrir sérsveitir Bouzoum fyrir valdaránið. Bandaríkin gerðu drónaárásir á Líbýu frá Níger og flugu þaðan könnunarflugi um nágrannalöndin. Ráðastéttirnar í Frakklandi og Bandaríkjunum hafa lengi reynt að koma sér fyrir í löndunum á Sahel svæðinu til þess að gæta hagsmuna sinna eigin ráðastétta. Báðar réttlæta þær veru sína þarna með því að þær séu að reyna að stöðva framrás Íslamista sem hafa tekið yfir stór landsvæði í Malí og víðar og neytt milljónir manna til þess að yfirgefa heimili sín. Árangurinn er lítill. Á síðasta ári kvað Bandaríkjastjórn Níger vera „meginstoð stöðugleika á Sahel svæðinu”. Þetta var eftir valdaránið í Malí og Burkina Faso sem leiddi til brottvísunar hersveita Frakka og opnaði nýja möguleika fyrir Rússa. Leiðtogar valdaránsins í Níger lýstu því yfir að hernaðarsamvinnu við ríkisstjórn Frakklands væri lokið. Hersveitum Frakka tókst ekki að stemma stigu við hryðjuverkahópum Íslamista frá Malí. Það jók á fjandskap almennings í báðum löndum í garð Frakka. Tchiani ákvað líka að binda enda á sameiginlegar heræfingar með Bandaríkjaher. Þúsundir mótmæltu 11. ágúst við herstöð Frakka nærri Niamey, höfuðborg Níger og hrópuðu: „Niður með Frakkland! Niður með ECOWAS!” ECOWAS er efnahagsbandalag 15 ríkja í Vestur-Afríku sem hefur hótað innrás í landið til þess að stöðva valdaránið. Bandalagið er undir forystu Nígeríu sem vinnur náið með Bandaríkjastjórn. Nýju stjórnvöldin í Níger ásamt leiðtogum valdaránsins í Burkina Faso og Malí tala eins og andheimsvaldasinnar til þess að afla sér frekari stuðnings almennings. Ríkisstjórnir Frakklands og Bandaríkjanna skrúfuðu fyrir fjárhagsaðstoð til Níger eftir valdaránið. Um helmingur innkomu ríkisins er erlend fjárhagsaðstoð. Áratugum saman hefur Níger notað CFA frankann, gjaldmiðil sem komið var á fót og er enn stýrt af Frakklandi. Fjórtán Afríkuríki treysta á CFA frankann. Þessi pólitíska óreiða leggst ofan á efnahagslega örbirgð almennings og vaxandi ógn af hálfu íslamskra afla. Flestir í landinu eru sjálfsþurftarbændur með lítið jarðnæði og þurfa jafnframt að kljást við tíða þurrka. Um 21 milljón af 25 milljónum íbúanna hafa engan aðgang að rafmagni. Einungis 13% íbúa til sveita hafa aðgang að lágmarks hreinlætisaðstöðu. Matvælaverð hefur hækkað og fæðuskortur aukist undanfarið vegna alþjóðlegrar kreppu kapítalismans. Það er áhyggjuefni fyrir ráðastéttina í Níger og einkum bandamenn hennar til langs tíma í Frakklandi og síðar Bandaríkjunum, að valdaránið hefur skerpt samkeppnina um námaauðæfi Nígers og væntanlegan stórgróða. Níger ræður yfir töluverðu magni af kolum, olíu og gulli. Kínverskir auðmenn hagnast á olíu og úrani í landinu og eru að byggja olíuleiðslur í suðausturhluta landsins. Vladimir Pútin forseti Rússlands vill auka áhrif Rússa, viðskipti og herstyrk á svæðinu með því að nýta sér vaxandi erfiðleika Frakklands og Bandaríkjanna. Spenna milli Bandaríkjanna og Rússlands hefur aukist eftir innrásina í Úkraínu og viðskiptaþvingarnir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Pútin hefur sent Wagner málaliða til að taka þátt í átökum í Afríku allt frá 2017. Þeir eru nú í Malí og Líbýu, sem liggja bæði að Níger, og einnig í Mið-Afríkulýðveldinu og Súdan. Yevgeny Prigozhin yfirmaður Wagner-sveitanna fagnaði valdaráninu og kvað það sigur í baráttu „alþýðu Níger gegn nýlenduherrunum”. Hann vonast til þess að valdaránið muni auka ítök Wagner-sveitanna á Sahel svæðinu. Pútin bauð Afríkuleiðtogum til fundar í Pétursborg skömmu eftir að hann lýsti því yfir að herinn myndi ekki lengur leyfa skipaflutning korns frá Úkraínu til Afríku. Daginn eftir valdaránið lofaði hann að senda korn frá Rússlandi og bauð jafnframt hernaðaraðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning við stríðið í Úkraínu. Prigozhin sótti fundinn og talaði við fundargesti. Utanríkisráðherra Rússlands fordæmdi hótanir leiðtoga ECOWAS um að ráðast inn í Níger. Eftir valdaránið hafa ríkisstjórnir landanna sem eru í ECOWAS sett viðskiptabann á Níger. Bannið gerir lífið mun erfiðara fyrir alþýðu manna. Fólk sem býr við landamæri Nígers og Nígeríu treystir á viðskipti með nauðþurftir yfir landamærin. Ríkisstjórn Nígeríu hefur stöðvað orkuflutning til Nígers en þaðan kom 70% af rafmagnsnotkun landsins. Þótt löndin í ECOWAS hafi ekki enn gert innrás í Níger eru herir þeirra tilbúnir. Herforingjastjórnirnar í Malí og Burkina Faso fordæma hótanir forystu ECOWAS og segjast munu koma nýrri stjórn Nígers til aðstoðar. Höfundur er áhugasamur um það sem gerist í heiminum og hefur heimsótt löndin í Austur-Afríku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Níger Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rétt tæpum mánuði steypti hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani, forseta Níger Mohamed Bazoum af stóli. Lífsskilyrði milljóna verkafólks og bænda hafa farið síversnandi og árásir íslamskra hryðjuverkahópa aukist. Valdaránið leiddi til vaxandi spennu milli ráðastéttar frönsku heimsvaldasinnanna sem studdu Bazoum og Rússlandsstjórnar sem hefur aukið umsvif sín á Sahel svæðinu undanfarið. Það er svæðið milli Sahara eyðimerkurinnar og gróðurlendisins í suðri og nær yfir Burkina Faso, Kamerún, Chad, Gambíu, Guineu, Mauritaníu, Malí, Níger, Nígeríu og Senegal. Ríkisstjórnir landa sem liggja að Níger hótuðu innrás í landið, með stuðningi Bandaríkjastjórnar, til þess að snúa valdaskiptunum við. Tchiani nam stjórnarskrána úr gildi og hrakti ríkisstjórnina frá völdum. Herforingjastjórn hans hyggst ákæra Bazoum fyrir landráð vegna samstarfs hans við erlendar ríkisstjórnir. Frakkar, nýlenduherrarnir fyrrverandi, eru með 1.500 manna herlið í Níger. Í Níger er verulegt magn af úrani sem gegnir lykilhlutverki í orkuframleiðslu Frakklands því rafmagn í landinu er mestanpart framleitt í kjarnorkuverkum. Auk þess flytur Frakkland út orku til Þýskalands eftir að gasútflutningur frá Rússlandi lagðist þar af í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Bandaríkin eru með tvær herstöðvar í Níger og 1.100 hermenn. Þeir þjálfuðu og unnu sem hernaðarráðgjafar fyrir sérsveitir Bouzoum fyrir valdaránið. Bandaríkin gerðu drónaárásir á Líbýu frá Níger og flugu þaðan könnunarflugi um nágrannalöndin. Ráðastéttirnar í Frakklandi og Bandaríkjunum hafa lengi reynt að koma sér fyrir í löndunum á Sahel svæðinu til þess að gæta hagsmuna sinna eigin ráðastétta. Báðar réttlæta þær veru sína þarna með því að þær séu að reyna að stöðva framrás Íslamista sem hafa tekið yfir stór landsvæði í Malí og víðar og neytt milljónir manna til þess að yfirgefa heimili sín. Árangurinn er lítill. Á síðasta ári kvað Bandaríkjastjórn Níger vera „meginstoð stöðugleika á Sahel svæðinu”. Þetta var eftir valdaránið í Malí og Burkina Faso sem leiddi til brottvísunar hersveita Frakka og opnaði nýja möguleika fyrir Rússa. Leiðtogar valdaránsins í Níger lýstu því yfir að hernaðarsamvinnu við ríkisstjórn Frakklands væri lokið. Hersveitum Frakka tókst ekki að stemma stigu við hryðjuverkahópum Íslamista frá Malí. Það jók á fjandskap almennings í báðum löndum í garð Frakka. Tchiani ákvað líka að binda enda á sameiginlegar heræfingar með Bandaríkjaher. Þúsundir mótmæltu 11. ágúst við herstöð Frakka nærri Niamey, höfuðborg Níger og hrópuðu: „Niður með Frakkland! Niður með ECOWAS!” ECOWAS er efnahagsbandalag 15 ríkja í Vestur-Afríku sem hefur hótað innrás í landið til þess að stöðva valdaránið. Bandalagið er undir forystu Nígeríu sem vinnur náið með Bandaríkjastjórn. Nýju stjórnvöldin í Níger ásamt leiðtogum valdaránsins í Burkina Faso og Malí tala eins og andheimsvaldasinnar til þess að afla sér frekari stuðnings almennings. Ríkisstjórnir Frakklands og Bandaríkjanna skrúfuðu fyrir fjárhagsaðstoð til Níger eftir valdaránið. Um helmingur innkomu ríkisins er erlend fjárhagsaðstoð. Áratugum saman hefur Níger notað CFA frankann, gjaldmiðil sem komið var á fót og er enn stýrt af Frakklandi. Fjórtán Afríkuríki treysta á CFA frankann. Þessi pólitíska óreiða leggst ofan á efnahagslega örbirgð almennings og vaxandi ógn af hálfu íslamskra afla. Flestir í landinu eru sjálfsþurftarbændur með lítið jarðnæði og þurfa jafnframt að kljást við tíða þurrka. Um 21 milljón af 25 milljónum íbúanna hafa engan aðgang að rafmagni. Einungis 13% íbúa til sveita hafa aðgang að lágmarks hreinlætisaðstöðu. Matvælaverð hefur hækkað og fæðuskortur aukist undanfarið vegna alþjóðlegrar kreppu kapítalismans. Það er áhyggjuefni fyrir ráðastéttina í Níger og einkum bandamenn hennar til langs tíma í Frakklandi og síðar Bandaríkjunum, að valdaránið hefur skerpt samkeppnina um námaauðæfi Nígers og væntanlegan stórgróða. Níger ræður yfir töluverðu magni af kolum, olíu og gulli. Kínverskir auðmenn hagnast á olíu og úrani í landinu og eru að byggja olíuleiðslur í suðausturhluta landsins. Vladimir Pútin forseti Rússlands vill auka áhrif Rússa, viðskipti og herstyrk á svæðinu með því að nýta sér vaxandi erfiðleika Frakklands og Bandaríkjanna. Spenna milli Bandaríkjanna og Rússlands hefur aukist eftir innrásina í Úkraínu og viðskiptaþvingarnir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Pútin hefur sent Wagner málaliða til að taka þátt í átökum í Afríku allt frá 2017. Þeir eru nú í Malí og Líbýu, sem liggja bæði að Níger, og einnig í Mið-Afríkulýðveldinu og Súdan. Yevgeny Prigozhin yfirmaður Wagner-sveitanna fagnaði valdaráninu og kvað það sigur í baráttu „alþýðu Níger gegn nýlenduherrunum”. Hann vonast til þess að valdaránið muni auka ítök Wagner-sveitanna á Sahel svæðinu. Pútin bauð Afríkuleiðtogum til fundar í Pétursborg skömmu eftir að hann lýsti því yfir að herinn myndi ekki lengur leyfa skipaflutning korns frá Úkraínu til Afríku. Daginn eftir valdaránið lofaði hann að senda korn frá Rússlandi og bauð jafnframt hernaðaraðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning við stríðið í Úkraínu. Prigozhin sótti fundinn og talaði við fundargesti. Utanríkisráðherra Rússlands fordæmdi hótanir leiðtoga ECOWAS um að ráðast inn í Níger. Eftir valdaránið hafa ríkisstjórnir landanna sem eru í ECOWAS sett viðskiptabann á Níger. Bannið gerir lífið mun erfiðara fyrir alþýðu manna. Fólk sem býr við landamæri Nígers og Nígeríu treystir á viðskipti með nauðþurftir yfir landamærin. Ríkisstjórn Nígeríu hefur stöðvað orkuflutning til Nígers en þaðan kom 70% af rafmagnsnotkun landsins. Þótt löndin í ECOWAS hafi ekki enn gert innrás í Níger eru herir þeirra tilbúnir. Herforingjastjórnirnar í Malí og Burkina Faso fordæma hótanir forystu ECOWAS og segjast munu koma nýrri stjórn Nígers til aðstoðar. Höfundur er áhugasamur um það sem gerist í heiminum og hefur heimsótt löndin í Austur-Afríku.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar