Segir hátt settum stjórnanda United að íhuga stöðu sína: „Þetta er svívirðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 23:31 Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United og Rachel Riley, sjónvarpsstjarna og stuðningsmaður Manchester United Getty/Samsett Breska sjónvarpsstjarnan Rachel Riley hvetur Richard Arnold, framkvæmdastjóra Manchester United til þess að íhuga stöðu sína. Félagið hafi farið kolrangt að í máli Greenwood og umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. Það vakti gríðarlega mikla athygli á dögunum þegar að Riley steig fram og sagðist ætla að hætta styðja Manchester United ef félagið myndi leyfa Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli leikmannsins. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að Greenwood yfirgefi Manchester United, hann mun ekki spila annan leik fyrir félagið, en í nýjasta útspili sínu segir Riley að Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ætti að íhuga stöðu sína. Það þykir nokkuð ljóst að forráðamenn Manhester United ætluðu sér að koma Greenwood aftur inn í aðallið félagsins. Þær hugmyndir voru viðraðar við starfsfólk hjá Manchester United og lekið til fjölmiðla. Mótbárurnar við þeirri væntanlegu ákvörðun voru hins vegar það miklar að algjör kúvending varð á niðurstöðu félagsins. Aldrei skammast sín eins mikið Í samtali við The News Agents segir Riley að forráðamenn Manchester United hafi misst alla stjórn á máli Greenwood og farið kolrangt að hlutunum. Stuðningur félagsins við Greenwood, meðal annars í opnu bréfi sem téður Arnold birti á heimasíðu félagsins, hafi umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. „Ég sé ekki hvernig framkvæmdastjóri Manchester United, sem er með milljónir punda í húfi, á að vera í stöðu til þess að taka ákvörðun í þessu máli Hún skammast mín fyrir að vera stuðningsmaður félagsins. „Þetta er algjör óstjórn. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United síðan áður en ég fæddist. Faðir minn hefur farið á leiki félagsins í fleiri áratugi. Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir félagið. Þetta er svívirðilegt.“ Mál Mason Greenwood Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Það vakti gríðarlega mikla athygli á dögunum þegar að Riley steig fram og sagðist ætla að hætta styðja Manchester United ef félagið myndi leyfa Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli leikmannsins. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að Greenwood yfirgefi Manchester United, hann mun ekki spila annan leik fyrir félagið, en í nýjasta útspili sínu segir Riley að Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ætti að íhuga stöðu sína. Það þykir nokkuð ljóst að forráðamenn Manhester United ætluðu sér að koma Greenwood aftur inn í aðallið félagsins. Þær hugmyndir voru viðraðar við starfsfólk hjá Manchester United og lekið til fjölmiðla. Mótbárurnar við þeirri væntanlegu ákvörðun voru hins vegar það miklar að algjör kúvending varð á niðurstöðu félagsins. Aldrei skammast sín eins mikið Í samtali við The News Agents segir Riley að forráðamenn Manchester United hafi misst alla stjórn á máli Greenwood og farið kolrangt að hlutunum. Stuðningur félagsins við Greenwood, meðal annars í opnu bréfi sem téður Arnold birti á heimasíðu félagsins, hafi umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. „Ég sé ekki hvernig framkvæmdastjóri Manchester United, sem er með milljónir punda í húfi, á að vera í stöðu til þess að taka ákvörðun í þessu máli Hún skammast mín fyrir að vera stuðningsmaður félagsins. „Þetta er algjör óstjórn. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United síðan áður en ég fæddist. Faðir minn hefur farið á leiki félagsins í fleiri áratugi. Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir félagið. Þetta er svívirðilegt.“
Mál Mason Greenwood Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira