Ronaldo trylltist eftir sigurleik Aron Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2023 09:30 Cristiano Ronaldo í leik með Al-Nassr Vísir/Getty Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo var allt annað en sáttur þrátt fyrir 4-2 sigur Al-Nassr á Shabab Al-Ahli Dubai í gærkvöldi. Sigur sem tryggði Al-Nassr sæti í Meistaradeild Asíu. Reiði leikmannsins eftir leik liðanna beindist að dómarateymi leiksins en Ronaldo vildi fá dæmda hendi undir lok leiks þegar að vel heppnuð hjólhestaspyrna hans hafði viðkomu í leikmanni Shabab Al-Ahli Dubai en dómari leiksins ákvað ekkert að aðhafast. Af myndskeiðum af dæma má segja að Ronaldo hafi haft eitthvað til síns máls er hann vildi fá dæmda hendi, þá höfðu ýmsar ákvarðanir dómara ekki fallið með liðsmönnum Al-Nassr í leiknum fram að þessu atviki: Cristiano Ronaldo was about to score the greatest Goal in Asian history but the defender was using his arm to defend. Ofcourse no Penalty for him since his name is not Messi pic.twitter.com/Jc9EXo03e4— Albi (@albiFCB7) August 22, 2023 Reiðin var ekki runnin af Ronaldo þegar að flautað var til leiksloka, hann lét nokkur vel valin orð falla í áttina að dómara leiksins og á leið sinni til búningsherbergja ýtti hann við einstaklingi utan vallar sem stóð í vegi fyrir honum. Cristiano Ronaldo absolutely fuming at the refs and rightly so. Hadn't seen such disgraceful refereeing since the world cup.pic.twitter.com/b1ozgslXuh— Preeti (@MadridPreeti) August 22, 2023 Mögnuð endurkoma Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir strax á 11. mínútu leiksins áður en Yahya Alghassani jafnaði metin fyri Al-Ahli sjö mínútum síðar og sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Alghassani skoraði svo annað mark sitt á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og kom Al-Ahli í forystu. Þrátt fyrir að skapa sér nóg af færum gekk illa fyrir leikmenn Al-Nassr að koma boltanum í netið og lengi vel leit út fyrir að liðið væri að falla úr leik. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að liðinu tókst loksins að jafna metin þegar Sultan Al Ghannam skoraði annað mark liðsins. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma áður en Marcelo Brozovic gulltryggði sigurinn tveimur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo. Al-Nassr er því á leið í Meistaradeild Asíu á kostnað Shabab Al-Ahli Dubai sem situr eftir með sárt ennið. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Reiði leikmannsins eftir leik liðanna beindist að dómarateymi leiksins en Ronaldo vildi fá dæmda hendi undir lok leiks þegar að vel heppnuð hjólhestaspyrna hans hafði viðkomu í leikmanni Shabab Al-Ahli Dubai en dómari leiksins ákvað ekkert að aðhafast. Af myndskeiðum af dæma má segja að Ronaldo hafi haft eitthvað til síns máls er hann vildi fá dæmda hendi, þá höfðu ýmsar ákvarðanir dómara ekki fallið með liðsmönnum Al-Nassr í leiknum fram að þessu atviki: Cristiano Ronaldo was about to score the greatest Goal in Asian history but the defender was using his arm to defend. Ofcourse no Penalty for him since his name is not Messi pic.twitter.com/Jc9EXo03e4— Albi (@albiFCB7) August 22, 2023 Reiðin var ekki runnin af Ronaldo þegar að flautað var til leiksloka, hann lét nokkur vel valin orð falla í áttina að dómara leiksins og á leið sinni til búningsherbergja ýtti hann við einstaklingi utan vallar sem stóð í vegi fyrir honum. Cristiano Ronaldo absolutely fuming at the refs and rightly so. Hadn't seen such disgraceful refereeing since the world cup.pic.twitter.com/b1ozgslXuh— Preeti (@MadridPreeti) August 22, 2023 Mögnuð endurkoma Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir strax á 11. mínútu leiksins áður en Yahya Alghassani jafnaði metin fyri Al-Ahli sjö mínútum síðar og sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Alghassani skoraði svo annað mark sitt á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og kom Al-Ahli í forystu. Þrátt fyrir að skapa sér nóg af færum gekk illa fyrir leikmenn Al-Nassr að koma boltanum í netið og lengi vel leit út fyrir að liðið væri að falla úr leik. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að liðinu tókst loksins að jafna metin þegar Sultan Al Ghannam skoraði annað mark liðsins. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Anderson Talisca kom Al-Nassr yfir með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma áður en Marcelo Brozovic gulltryggði sigurinn tveimur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo. Al-Nassr er því á leið í Meistaradeild Asíu á kostnað Shabab Al-Ahli Dubai sem situr eftir með sárt ennið.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira