Vaxtahækkun fyrir fjármálaelitu Hörður Guðbrandsson skrifar 24. ágúst 2023 13:01 Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Á sama tíma og þetta er gert er verið að keyra uppbygginu á íbúðarhúsnæði í þrot á sama tíma og það vantar húsnæði um allt land. Seðlabankinn er að stuðla að efnahagslegri- og húsnæðiskreppu á landinu og í mínum huga er það ljóst að ef ekki verður beygt af þessari stefnu fljótt þá munum við sem samfélag búa við óstöðuleika næstu árin. Eigið fé fólks í eigin húsnæði brennur á íslenska verðbólgubálinu. Hagtölur sýna að það er græðgi fyrirtækjaeiganda sem heldur hér uppi verðbólgu, álagning, arðsemiskröfur og arðgreiðslur hækka ár til árs, en Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að hirta launafólk, fólkið sem annað hvort hefur tekið á sig mikla hækkun afborganna vegna hækkunar vaxta eða horfir upp á eigið fé sitt hverfa, Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að segja við það fólk að haga sér. Það styttist í komandi kjarasamninga og í mínum huga verður ekki hægt að semja á vitrænan hátt í því ástandi sem við búum til núna. Fara þarf í stórátak í húsnæðismálum, ekki mun þýða fyrir ráðamenn þjóðarinnar að bjóða okkur einu sinni enn sömu lóðirnar eða sömu loforð og ráðamenn hafa gert nú þegar, byrja þarf að byggja strax, við bíðum ekki lengur. Fréttir að undanförnu hafa sýnt okkur aðbúnað verkafólks, fólk sem býr í ósamþykktu húsnæði og iðnaðarhúsnæði, húsnæði sem er hættulegt fyrir fólk, þetta er þjóðarskömm og skal laga strax. Nota skal skattkerfið til þess að hægja á neyslu þeirra sem hafa ofurlaun og drífa hér áfram neyslu. Hér verður ekki samið nema á komist samfélagssáttmáli um að verkafólk lifi góðu lífi á Íslandi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Á sama tíma og þetta er gert er verið að keyra uppbygginu á íbúðarhúsnæði í þrot á sama tíma og það vantar húsnæði um allt land. Seðlabankinn er að stuðla að efnahagslegri- og húsnæðiskreppu á landinu og í mínum huga er það ljóst að ef ekki verður beygt af þessari stefnu fljótt þá munum við sem samfélag búa við óstöðuleika næstu árin. Eigið fé fólks í eigin húsnæði brennur á íslenska verðbólgubálinu. Hagtölur sýna að það er græðgi fyrirtækjaeiganda sem heldur hér uppi verðbólgu, álagning, arðsemiskröfur og arðgreiðslur hækka ár til árs, en Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að hirta launafólk, fólkið sem annað hvort hefur tekið á sig mikla hækkun afborganna vegna hækkunar vaxta eða horfir upp á eigið fé sitt hverfa, Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að segja við það fólk að haga sér. Það styttist í komandi kjarasamninga og í mínum huga verður ekki hægt að semja á vitrænan hátt í því ástandi sem við búum til núna. Fara þarf í stórátak í húsnæðismálum, ekki mun þýða fyrir ráðamenn þjóðarinnar að bjóða okkur einu sinni enn sömu lóðirnar eða sömu loforð og ráðamenn hafa gert nú þegar, byrja þarf að byggja strax, við bíðum ekki lengur. Fréttir að undanförnu hafa sýnt okkur aðbúnað verkafólks, fólk sem býr í ósamþykktu húsnæði og iðnaðarhúsnæði, húsnæði sem er hættulegt fyrir fólk, þetta er þjóðarskömm og skal laga strax. Nota skal skattkerfið til þess að hægja á neyslu þeirra sem hafa ofurlaun og drífa hér áfram neyslu. Hér verður ekki samið nema á komist samfélagssáttmáli um að verkafólk lifi góðu lífi á Íslandi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar