Húsfyllir í Hörpu þegar vinsælustu hlaðvarpstjörnur landsins stigu á svið Íris Hauksdóttir skrifar 29. ágúst 2023 20:11 Vinirnir og hlaðvarpsstjörnurnar Tryggvi, Tinna og Ingó troðfylltu Eldborgarsal Hörpu. Hrefna Dís Pálsdóttir Hlaðvarpsstjörnurnar Tinna Björk Kristinsdóttir, Tryggvi Freyr Torfason og Ingólfur Grétarsson hafa síðastliðin fimm ár haldið úti hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín? Í tilefni tímamótanna efndu þau til viðburðar í Hörpu sem seldist upp á mettíma. Óhætt er að segja að um eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sé að ræða enda fáheyrt að hlaðvarpsstjörnur fylli heila tónleikahöll af áhorfendum. Þetta er í áttunda sinn sem hópurinn heldur svokallað Lifandi hlaðvarp en þessi viðburður er sá langstærsti til þessa og verður sennilega seint toppaður, nema hópurinn haldi utan landsteinanna. Fylltu Eldborgarsal Hörpu á hálftíma Alls seldust 1.600 miðar á viðburðinn sem haldinn var í Eldborgarsal Hörpu. Þrjátíu og fimm mínútum eftir að forsala hófst voru allir miðarnir seldir. Það voru því margir svekktir hlustendur þáttanna sem náðu ekki í miða. Þríeykið segist ekki hafa búist við svona gríðarlegum undirtektum. Tinna Björk segir tilfinninguna ólýsanlega að stíga á svið í Hörpu.Helgi S. Guðjónsson Spurð hvernig tilfinningin hafi verið að stíga inn í stútfullan salinn segir Tinna Björk það hafa verið ólýsanlegt. „Það er erfitt að lýsa því í fáum orðum hvað þetta var stórkostleg upplifun. Stemningin og krafturinn frá áhorfendum var eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Sýningin sjálf gekk framar vonum. Það getur ekki mikið klikkað með svona áhorfendur í salnum.“ Skemmtilegasta vinna í heimi Tinna ítrekar þakklæti þríeykisins gagnvart öllum þeim sem lögðu hönd á plóg. „Við erum svo botnlaust þakklát öllum sem hafa komið að þessarri vegferð með okkur og langar af öllu hjarta að þakka gestunum okkar Unnsteini Manuel, Huginn og Vilhelm Neto sérstaklega fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Að okkar mati er ekki til betri leið til að fagna fimm árum saman í skemmtilegustu vinnu í heimi.“ Hér fyrir neðan má sjá myndir af dyggum aðdáendum hlaðvarpsins mæta í Hörpu. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum.Vísir/Hulda Margrét Vinirnir og grínistarnir fjalla um misalvarlega hluti í hlaðvarpsþættinum.Vísir/Hulda Margrét Viðburðurinn var að sögn Tinnu afskaplega vel heppnaður enda erfitt annað með svo góða áhorfendur í salnum.Vísir/Hulda Margrét Myndaveggurinn naut mikilla vinsælda gesta. Vísir/Hulda Margrét Aðdáendahópur ÞAFG er risastór og margir sem tengja við þríeykið í gríni sínu.Vísir/Hulda Margrét Rakel, Bryndís, Anna Sara, Ólöf, Diljá,og Kristín Ása.Vísir/Hulda Margrét Oddný og Emelía.Vísir/Hulda Margrét Rúna, Bryndís og Eva.Vísir/Hulda Margrét Aníta og Guðríður.Vísir/Hulda Margrét Karlotta og Ásgerður Diljá.Vísir/Hulda Margrét Þórunn, Dóra og Tinna Jóhanns.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristinn og Hjördís Helga.Vísir/Hulda Margrét Kristín Ósk og Diljá Björt.Vísir/Hulda Margrét Jenný, Hafdís, Friðþóra og Kristín.Vísir/Hulda Margrét Margrét, Sigurlaug og Katrín.Vísir/Hulda Margrét Petra og Ragga.Vísir/Hulda Margrét Guðrún og Jóhanna.Vísir/Hulda Margrét Grín og gaman Uppistand Samkvæmislífið Harpa Reykjavík Tengdar fréttir Seldu upp Eldborg á hálftíma Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. 6. júlí 2023 17:21 Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Óhætt er að segja að um eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sé að ræða enda fáheyrt að hlaðvarpsstjörnur fylli heila tónleikahöll af áhorfendum. Þetta er í áttunda sinn sem hópurinn heldur svokallað Lifandi hlaðvarp en þessi viðburður er sá langstærsti til þessa og verður sennilega seint toppaður, nema hópurinn haldi utan landsteinanna. Fylltu Eldborgarsal Hörpu á hálftíma Alls seldust 1.600 miðar á viðburðinn sem haldinn var í Eldborgarsal Hörpu. Þrjátíu og fimm mínútum eftir að forsala hófst voru allir miðarnir seldir. Það voru því margir svekktir hlustendur þáttanna sem náðu ekki í miða. Þríeykið segist ekki hafa búist við svona gríðarlegum undirtektum. Tinna Björk segir tilfinninguna ólýsanlega að stíga á svið í Hörpu.Helgi S. Guðjónsson Spurð hvernig tilfinningin hafi verið að stíga inn í stútfullan salinn segir Tinna Björk það hafa verið ólýsanlegt. „Það er erfitt að lýsa því í fáum orðum hvað þetta var stórkostleg upplifun. Stemningin og krafturinn frá áhorfendum var eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Sýningin sjálf gekk framar vonum. Það getur ekki mikið klikkað með svona áhorfendur í salnum.“ Skemmtilegasta vinna í heimi Tinna ítrekar þakklæti þríeykisins gagnvart öllum þeim sem lögðu hönd á plóg. „Við erum svo botnlaust þakklát öllum sem hafa komið að þessarri vegferð með okkur og langar af öllu hjarta að þakka gestunum okkar Unnsteini Manuel, Huginn og Vilhelm Neto sérstaklega fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Að okkar mati er ekki til betri leið til að fagna fimm árum saman í skemmtilegustu vinnu í heimi.“ Hér fyrir neðan má sjá myndir af dyggum aðdáendum hlaðvarpsins mæta í Hörpu. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum.Vísir/Hulda Margrét Vinirnir og grínistarnir fjalla um misalvarlega hluti í hlaðvarpsþættinum.Vísir/Hulda Margrét Viðburðurinn var að sögn Tinnu afskaplega vel heppnaður enda erfitt annað með svo góða áhorfendur í salnum.Vísir/Hulda Margrét Myndaveggurinn naut mikilla vinsælda gesta. Vísir/Hulda Margrét Aðdáendahópur ÞAFG er risastór og margir sem tengja við þríeykið í gríni sínu.Vísir/Hulda Margrét Rakel, Bryndís, Anna Sara, Ólöf, Diljá,og Kristín Ása.Vísir/Hulda Margrét Oddný og Emelía.Vísir/Hulda Margrét Rúna, Bryndís og Eva.Vísir/Hulda Margrét Aníta og Guðríður.Vísir/Hulda Margrét Karlotta og Ásgerður Diljá.Vísir/Hulda Margrét Þórunn, Dóra og Tinna Jóhanns.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristinn og Hjördís Helga.Vísir/Hulda Margrét Kristín Ósk og Diljá Björt.Vísir/Hulda Margrét Jenný, Hafdís, Friðþóra og Kristín.Vísir/Hulda Margrét Margrét, Sigurlaug og Katrín.Vísir/Hulda Margrét Petra og Ragga.Vísir/Hulda Margrét Guðrún og Jóhanna.Vísir/Hulda Margrét
Grín og gaman Uppistand Samkvæmislífið Harpa Reykjavík Tengdar fréttir Seldu upp Eldborg á hálftíma Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. 6. júlí 2023 17:21 Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Seldu upp Eldborg á hálftíma Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. 6. júlí 2023 17:21
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp