„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2023 14:45 Birgitta og Enok ræddu árás sem þau urðu fyrir á bílaplani við ÁTVR á Dalvegi. Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. Greint var frá árásinni 18. ágúst síðastliðinn. Kom þá fram að tveir menn hefðu ráðist á Enok Vatnar þar sem hann var staddur á bílaplani Vínbúðarinnar. Notuðu mennirnir hníf, hamar og piparúða. Voru þeir handteknir og sleppt að lokinni skýrslutöku. Lögreglan rannsakar nú málið. Umræðan um árásina hófst í hlaðvarpsþættinum þegar Birgitta Líf ræddi lífið sem fylgdi því að vera í sviðsljósi fjölmiðla, sem hún hafi kynnst fyrst með fréttaflutningi af málefnum foreldra hennar Hafdísar og Björns sem eru eigendur World class. „Þetta venst en þetta er samt alltaf jafn skrýtið,“ sagði Birgitta um fjölmiðlaumfjöllunina. Máli skipti hvers eðlis umræðan er. Birgitta tók þá árásina við Dalveg í Kópavogi sem dæmi. „Ég ætla samt að tengja það við Breiðholtið af því ég held að þessir gaurar hafi elt okkur þaðan þar sem við vorum að kaupa okkur í matinn,“ sagði Birgitta létt í bragði. Hún segist hafa áttað sig á alvarleika málsins eftir að árásinni lauk. „Hvenær hættir þetta“ „Þetta gerðist allt svo hratt og þeir hlaupa svo í burtu. Svo kemur löggan og við förum í skýrslutöku. Síðan er búið að ná gaurunum, þeir voru handteknir. Við vorum á leiðinni í bústað, höldum ferð okkar áfram til að kúpla okkur út. Erum náttúrulega í pínu sjokki eftir þetta.“ Þá hafi símar þeirra tveggja byrjað að hringja stanslaust. Áhyggjufullir vinir og vandamenn að kanna hvort allt væri í lagi. DV greindi fyrst frá árásinni kvöldið 18. ágúst. Birgitta furðar sig á lygasögum sem hafi spunnist um árásina skömmu síðar. „Og við erum ekki enn þá komin upp í bústað. Ég segi bara við Enok: oh my god, hvenær hættir þetta.“ Ási þáttastjórnandi furðaði sig á því hvað árásarmönnunum gangi til um hábjartan dag. „Þetta var einmitt í ríkinu, ég hefði haldið að ríkið væri safe-zone. Allir væru bara glaðir og sáttir þar á föstudegi,“ sagði Enok þá. Þekki ekki deili á mönnunum Vísir leitaði til Birgittu Lífar sem staðfestir að þau Enok viti ekki hvaðan árásin sé sprottin. Þá hafi þau ekki vitneskju um það á hvaða stigi rannsókn málsins sé. „Ég er ólétt, sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum. Ég hleyp út og öskra,“ segir Birgitta í þættinum og bætir við að hún hafi ekki viljað blanda sér frekar inn í málin en tók upp símann til að ná mönnunum á upptöku. „Og ég hleyp á eftir þeim, sem er kannski mjög heimskulegt, hefði ég vitað að þeir væru með vopn. Ég vissi það ekki og var ekkert að hugsa nema að ná því hverjir þetta væru. Þetta gerist bara á þrjátíu sekúndum.“ „Það er mjög skrýtið hvernig tíminn líður í svona,“ segir Enok. „Ég var í átökunum og á meðan þeim stendur er þetta eiginlega í slow-mo. En eftir á er þetta bara augnablik.“ „Þetta er eitthvað sem maður ætlaði ekki að tala um. Þetta er ekki slúður heldur eitthvað alvarlegt. Þá ákvað ég að setja eitthvað inn á Instagram hjá mér,“ sagði Birgitta í hlaðvarpinu. Þau voru sammála um að hjálplegt hafi verið að fara upp í sumarbústað beint eftir árásina til að „kúpla sig út“. Umræðan um árásina hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum: Kópavogur Lögreglumál Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála á Dalvegi Lögregla var kölluð til vegna slagsmála sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi fyrr í kvöld. 18. ágúst 2023 20:32 Ráðist á Birgittu og Enok með hníf, hamri og piparúða á Dalvegi Tveir menn réðust á Enok Vatnar Jónsson þar sem hann var staddur á bílaplani við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi um sjöleytið í kvöld ásamt kærustunni sinni Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. 18. ágúst 2023 22:51 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Greint var frá árásinni 18. ágúst síðastliðinn. Kom þá fram að tveir menn hefðu ráðist á Enok Vatnar þar sem hann var staddur á bílaplani Vínbúðarinnar. Notuðu mennirnir hníf, hamar og piparúða. Voru þeir handteknir og sleppt að lokinni skýrslutöku. Lögreglan rannsakar nú málið. Umræðan um árásina hófst í hlaðvarpsþættinum þegar Birgitta Líf ræddi lífið sem fylgdi því að vera í sviðsljósi fjölmiðla, sem hún hafi kynnst fyrst með fréttaflutningi af málefnum foreldra hennar Hafdísar og Björns sem eru eigendur World class. „Þetta venst en þetta er samt alltaf jafn skrýtið,“ sagði Birgitta um fjölmiðlaumfjöllunina. Máli skipti hvers eðlis umræðan er. Birgitta tók þá árásina við Dalveg í Kópavogi sem dæmi. „Ég ætla samt að tengja það við Breiðholtið af því ég held að þessir gaurar hafi elt okkur þaðan þar sem við vorum að kaupa okkur í matinn,“ sagði Birgitta létt í bragði. Hún segist hafa áttað sig á alvarleika málsins eftir að árásinni lauk. „Hvenær hættir þetta“ „Þetta gerðist allt svo hratt og þeir hlaupa svo í burtu. Svo kemur löggan og við förum í skýrslutöku. Síðan er búið að ná gaurunum, þeir voru handteknir. Við vorum á leiðinni í bústað, höldum ferð okkar áfram til að kúpla okkur út. Erum náttúrulega í pínu sjokki eftir þetta.“ Þá hafi símar þeirra tveggja byrjað að hringja stanslaust. Áhyggjufullir vinir og vandamenn að kanna hvort allt væri í lagi. DV greindi fyrst frá árásinni kvöldið 18. ágúst. Birgitta furðar sig á lygasögum sem hafi spunnist um árásina skömmu síðar. „Og við erum ekki enn þá komin upp í bústað. Ég segi bara við Enok: oh my god, hvenær hættir þetta.“ Ási þáttastjórnandi furðaði sig á því hvað árásarmönnunum gangi til um hábjartan dag. „Þetta var einmitt í ríkinu, ég hefði haldið að ríkið væri safe-zone. Allir væru bara glaðir og sáttir þar á föstudegi,“ sagði Enok þá. Þekki ekki deili á mönnunum Vísir leitaði til Birgittu Lífar sem staðfestir að þau Enok viti ekki hvaðan árásin sé sprottin. Þá hafi þau ekki vitneskju um það á hvaða stigi rannsókn málsins sé. „Ég er ólétt, sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum. Ég hleyp út og öskra,“ segir Birgitta í þættinum og bætir við að hún hafi ekki viljað blanda sér frekar inn í málin en tók upp símann til að ná mönnunum á upptöku. „Og ég hleyp á eftir þeim, sem er kannski mjög heimskulegt, hefði ég vitað að þeir væru með vopn. Ég vissi það ekki og var ekkert að hugsa nema að ná því hverjir þetta væru. Þetta gerist bara á þrjátíu sekúndum.“ „Það er mjög skrýtið hvernig tíminn líður í svona,“ segir Enok. „Ég var í átökunum og á meðan þeim stendur er þetta eiginlega í slow-mo. En eftir á er þetta bara augnablik.“ „Þetta er eitthvað sem maður ætlaði ekki að tala um. Þetta er ekki slúður heldur eitthvað alvarlegt. Þá ákvað ég að setja eitthvað inn á Instagram hjá mér,“ sagði Birgitta í hlaðvarpinu. Þau voru sammála um að hjálplegt hafi verið að fara upp í sumarbústað beint eftir árásina til að „kúpla sig út“. Umræðan um árásina hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum:
Kópavogur Lögreglumál Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála á Dalvegi Lögregla var kölluð til vegna slagsmála sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi fyrr í kvöld. 18. ágúst 2023 20:32 Ráðist á Birgittu og Enok með hníf, hamri og piparúða á Dalvegi Tveir menn réðust á Enok Vatnar Jónsson þar sem hann var staddur á bílaplani við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi um sjöleytið í kvöld ásamt kærustunni sinni Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. 18. ágúst 2023 22:51 Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52 Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Lögregla kölluð til vegna slagsmála á Dalvegi Lögregla var kölluð til vegna slagsmála sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi fyrr í kvöld. 18. ágúst 2023 20:32
Ráðist á Birgittu og Enok með hníf, hamri og piparúða á Dalvegi Tveir menn réðust á Enok Vatnar Jónsson þar sem hann var staddur á bílaplani við Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi um sjöleytið í kvöld ásamt kærustunni sinni Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. 18. ágúst 2023 22:51
Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið. 19. ágúst 2023 15:52