Körfuboltadómarar hafna einhliða gjaldskrá KKÍ og ætla ekki að dæma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2023 21:56 Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, hefur dæmt í efstu deildum í meira en áratug. vísir/bára Körfuboltadómarar á Íslandi munu ekki dæma í fullorðinsbolta hér á landi fyrr en Körfuknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, verður viðurkenndur mótsemjandi af Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira