Vilja sæti við borðið: „Gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 11:31 Ísak Ernir Kristinsson er formaður samningsnefndar KKDÍ. Vísir/Steingrímur Dúi Körfuboltadómarar á Íslandi hafa lagt niður störf og munu ekki dæma meistaraflokksleiki þangað til að Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, mætir launakröfum þeirra. Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið Körfubolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið
Körfubolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira